Ein með öllu á Akureyri: Hátíðargestir heppnir með veður Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 21:04 Ungviðurinn skemmti sér í miðbæ Akureyrar í dag. Vísir/Andri Marinó „Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira