Fótbolti

Guðmundur lék í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingurinn var að venju í byrjunarliði Sarpsborg 08.
Selfyssingurinn var að venju í byrjunarliði Sarpsborg 08. Heimasíða Sarpsborg
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn þegar Sarpsborg 08 beið lægri hlut fyrir Haugesund á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Tor Arne Andreassen kom Haugesund yfir á 39. mínútu og Christian Gytkjær bætti við marki eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Leikurinn var stöðvaður á 78. mínútu vegna vatnselgs á vellinum, en hann hófst á ný eftir um hálftíma töf.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og Haugesund fagnaði 2-0 sigri, en liðið situr í 11. sæti deildarinnar. Guðmundur og félagar eru í 8. sæti.

Start gerði 1-1 jafntefli við topplið Molde á heimavelli.

Daniel Chukwu kom Molde yfir á 72. mínútu, en Espen Hoff jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Hvorki Matthías VilhjálmssonGuðmundur Kristjánsson voru í leikmannahópi Start í dag.

Stabæk rúllaði yfir Rosenborg á heimavelli með fjórum mörkum gegn einu.

Fredrik Brustad skoraði tvö mörk fyrir Stabæk og Franck Boli eitt, auk þess sem Per Verner Vågan Rønning setti boltann í eigið net. Riku Riski skoraði eina mark Rosenborg.

Start situr í 9. sæti deildarinnar, en Molde er með átta stiga forystu á toppi hennar.

Þá vann Aalesund 2-1 sigur á Bodø/Glimt á heimavelli.


Tengdar fréttir

Enn eitt tapið hjá Sandnes

Hannes Þór Halldórsson og félagar stefna beinustu leið niður í næstefstu deild eftir enn eitt tapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×