Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 22:15 Sigrast Rory á grýlu? vísir/getty Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira