Toyota selur meira en Ford í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2014 10:15 Af Toyota Camry seldist 39.888 eintök eingöngu í júlí og er hann söluhæsti fólksbíll í Bandaríkjunum. Nýliðinn júlí markaði þau tímamót í bílasölu í Bandaríkjunum að Toyota seldi fleiri bíla þar en heimaframleiðandinn Ford. General Motors er sem fyrr söluhæsti bílaframleiðandi þar vestanhafs en þessi skipti á öðru og þriðja sætinu eru lýsandi fyrir vinsældir japanskra bíla í Bandaríkjunum. GM seldi alls 256.160 bíla í júlí, Toyota 215.802 bíla og Ford 212.236. Því munaði ekki miklu á Toyota og Ford, en talsvert langt þar á eftir kemur Chrysler með 167.667 bíla selda. Í fimmta og sjötta sætinu eru svo japönsku framleiðendurnir Honda og Nissan, en Honda seldi 135.908 bíla og Nissan 121.452. Bílasala jókst um 9,2% og var alls um 1,4 milljónir bíla og seldu þessir stærstu 6 framleiðendur 1,1 milljón þeirra. Flestir þeirra seldu meira í júlí í ár en í fyrra, GM var með 9,4% aukningu Toyota 11,6%, Ford með 9,6% og Chrysler gerði best með 20,0% aukningu. Öðru máli gegndi um Honda sem seldi 7,6% minna en í fyrra. Nissan gerði betur með 11,4% aukningu. Sá bílaframleiðandi sem gerði þó best var Subaru en salan jókst um 27% og er Subaru í níunda sæti í sölu bíla í Bandaríkjunum. Af þýsku bílaframleiðendunum jók Mercedes Benz mest við í sölu með 16,4% aukningu, Porsche 12,6%, Audi 11,9% og BMW 7,4%. Volkswagen seldi hinsvegar 14,6% færri bíla en í júlí í fyrra og halda því vandræði Volkswagen áfram þar. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Nýliðinn júlí markaði þau tímamót í bílasölu í Bandaríkjunum að Toyota seldi fleiri bíla þar en heimaframleiðandinn Ford. General Motors er sem fyrr söluhæsti bílaframleiðandi þar vestanhafs en þessi skipti á öðru og þriðja sætinu eru lýsandi fyrir vinsældir japanskra bíla í Bandaríkjunum. GM seldi alls 256.160 bíla í júlí, Toyota 215.802 bíla og Ford 212.236. Því munaði ekki miklu á Toyota og Ford, en talsvert langt þar á eftir kemur Chrysler með 167.667 bíla selda. Í fimmta og sjötta sætinu eru svo japönsku framleiðendurnir Honda og Nissan, en Honda seldi 135.908 bíla og Nissan 121.452. Bílasala jókst um 9,2% og var alls um 1,4 milljónir bíla og seldu þessir stærstu 6 framleiðendur 1,1 milljón þeirra. Flestir þeirra seldu meira í júlí í ár en í fyrra, GM var með 9,4% aukningu Toyota 11,6%, Ford með 9,6% og Chrysler gerði best með 20,0% aukningu. Öðru máli gegndi um Honda sem seldi 7,6% minna en í fyrra. Nissan gerði betur með 11,4% aukningu. Sá bílaframleiðandi sem gerði þó best var Subaru en salan jókst um 27% og er Subaru í níunda sæti í sölu bíla í Bandaríkjunum. Af þýsku bílaframleiðendunum jók Mercedes Benz mest við í sölu með 16,4% aukningu, Porsche 12,6%, Audi 11,9% og BMW 7,4%. Volkswagen seldi hinsvegar 14,6% færri bíla en í júlí í fyrra og halda því vandræði Volkswagen áfram þar.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent