Dalton fær 13 milljarða næstu sex árin hjá Bengals Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 20:45 Andy Dalton verður áfram hjá Bengals. vísir/getty Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira