Dalton fær 13 milljarða næstu sex árin hjá Bengals Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 20:45 Andy Dalton verður áfram hjá Bengals. vísir/getty Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira