Hengja upp barnaföt fyrir hvert dáið barn á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2014 13:44 Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. vísir/AÐSEND Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri. Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira