Oosthuizen högglengstur | Met Nicklaus stendur enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 23:00 Louis Oosthuizen getur slegið boltann yfir 300 metra. vísir/getty PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes. Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun, en í gær var keppnin um lengsta teighöggið haldin á tíunda teig Valhalla-vallarins þar sem mótið fer fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1984 sem keppnin um lengsta teighöggið er haldin fyrir PGA-meistaramótið og virtust allir sem tóku þátt hafa gaman að, allir nema einn.Bubba Watson lét eins og kjáni og sló boltann með þrjú járni. Eðlilega átti hann engan möguleika á sigri þó högglangur sé. Sjónvarpsmenn Golf Channel voru ekkert sérstaklega ánægðir með Bubba eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann keppnina með höggi upp á 311 metra, en 312 metra högg goðsagnarinnar Jack Nicklaus frá árinu 1963 stendur enn. Fimmtíu og einu ári síðar hefur það ekki verið bætt. Ástralinn Jason Day varð annar, en hann sló einum metra styttra en Oosthuizen sem fékk 25.000 dali í verðlaun og gyllta peningaklemmu. Nicklaus notar sína klemmu frá 1963 enn þann dag í dag. „Þetta var frábær viðbót við mótið. Við höfðum allir virkilega gaman að. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði PhilMickelson kampakátur eftir keppnina.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.Your browser does not support iframes.
Golf Tengdar fréttir Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory-tíminn ekki að hefjast Norður-Írinn segir menn aðeins of fljóta að stökkva á vagninn þegar vel gengur. 6. ágúst 2014 10:00