Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna. Game of Thrones Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna.
Game of Thrones Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira