Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2014 17:42 Mynd: KL Blanda er ennþá á toppnum yfir fjölda veidda laxa en það er ljóst að það líklega strax í næstu viku verður Eystri Rangá komin á toppinn. Það er vaxandi veiði í ánni og framundan besti tíminn þar sem sumir dagar geta hæglega gefið um 100 laxa. Liðin vika gaf 429 laxa í Eystri Rangá og 309 laxar veiddust í þeirra Ytri en sú síðarnefnda er loksins komin í fullann gang enda hafa göngur aukist mikið í hana síðustu daga. Morgunvaktin í gær gaf 28 laxa í Eystri en eitthvað minna veiddist á síðdegisvaktinni en ekki var það fiskleysi um að kenna. 19 stiga hiti og sól bakaði veiðimenn við bakkann og takann datt alveg niður á flestum stöðum. Hofteigsbreiða gaf þó slatta af lax og voru nokkrir af þeim 80-90 sm. Svisslendingar sem luku veiðum í gær veiddu mjög vel í ánni og fengu allt að 12 laxa í sumum hyljum á einni og sömu vaktinni. Það er uppselt í ánna í ágúst en lausar stangir eru þegar farnar að seljast í haustveiðina. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði
Blanda er ennþá á toppnum yfir fjölda veidda laxa en það er ljóst að það líklega strax í næstu viku verður Eystri Rangá komin á toppinn. Það er vaxandi veiði í ánni og framundan besti tíminn þar sem sumir dagar geta hæglega gefið um 100 laxa. Liðin vika gaf 429 laxa í Eystri Rangá og 309 laxar veiddust í þeirra Ytri en sú síðarnefnda er loksins komin í fullann gang enda hafa göngur aukist mikið í hana síðustu daga. Morgunvaktin í gær gaf 28 laxa í Eystri en eitthvað minna veiddist á síðdegisvaktinni en ekki var það fiskleysi um að kenna. 19 stiga hiti og sól bakaði veiðimenn við bakkann og takann datt alveg niður á flestum stöðum. Hofteigsbreiða gaf þó slatta af lax og voru nokkrir af þeim 80-90 sm. Svisslendingar sem luku veiðum í gær veiddu mjög vel í ánni og fengu allt að 12 laxa í sumum hyljum á einni og sömu vaktinni. Það er uppselt í ánna í ágúst en lausar stangir eru þegar farnar að seljast í haustveiðina.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði