Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 12:30 Rodrigo Palacio er með áhugaverða "klippingu". vísir/getty Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Inter á undanförnum árum, en nánast enginn í hópnum í dag varð Evrópumeistari undir stjórn José Mourinho árið 2010. Þrátt fyrir það eru margir öflugir spilarar í liði Inter sem mætir Stjörnunni í tveimur leikjum í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar síðar í mánuðinum. Skærasta stjarna Inter í dag er líklega miðvörðurinn NemanjaVidic, sem yfirgaf Manchester United eftir síðustu leiktíð. Vidic hefur verið einn besti miðvörður síðari ára, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni með United.Nemanja Vidic ræðir við þjálfarann Walter Mazzari.vísir/gettyLjóst er að margir United-menn eru spenntir fyrir því að sjá gamla fyrirliðann, en hann leit ágætlega út á æfingamótinu í Bandaríkjunum á dögunum þar sem hann skoraði gott mark eftir aukaspyrnu Brasilíumannsins Dodo. Eins og svo oft áður er sterk argentínsk tenging í Inter-liðinu, en sjö Argentínumenn eru í hópnum. Þeir eru þó ekki alveg í sama gæðafokki og JavíerZanetti, EstebanCambiasso og Walter Samuel. Einn mest spennandi leikmaður Inter er argentínski framherjinn MauroIcardi, 21 árs gamall markaskorari sem kom til liðsins frá Sampdoria í fyrra.Mato Kovacic fór illa með íslenska landsliðið.vísir/gettyAnnar Argentínumaður í hópnum er landsliðsmaðurinn RodrigoPalacio, eða maðurinn með skottið. Hann vakti mikla athygli á HM fyrir áhugaverða „klippingu“. Það verður gaman að sjá skottið litla sveiflast á Laugardalsvellinum. Fleiri öflugir leikmenn eru í Inter-liðinu á borð við króatíska ungstirnið MateoKovacic sem lék sér að íslenska landsliðinu í Zagreb síðasta vetur, kólumbíska landsliðsmanninn FreddyGuarín og ítalska framherjann DaniOsvaldo sem gekk í raðir Inter frá Southampton á dögunum. Stjörnunnar bíður augljóslega gríðarlega erfitt verkefni, en aftur á móti ótrúlega spennandi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Takist Stjörnunni að slá út andstæðing sinn í umspilinu fær félagið 200 milljónir króna til viðbótar í tekjur. 7. ágúst 2014 19:46 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Inter á undanförnum árum, en nánast enginn í hópnum í dag varð Evrópumeistari undir stjórn José Mourinho árið 2010. Þrátt fyrir það eru margir öflugir spilarar í liði Inter sem mætir Stjörnunni í tveimur leikjum í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar síðar í mánuðinum. Skærasta stjarna Inter í dag er líklega miðvörðurinn NemanjaVidic, sem yfirgaf Manchester United eftir síðustu leiktíð. Vidic hefur verið einn besti miðvörður síðari ára, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni með United.Nemanja Vidic ræðir við þjálfarann Walter Mazzari.vísir/gettyLjóst er að margir United-menn eru spenntir fyrir því að sjá gamla fyrirliðann, en hann leit ágætlega út á æfingamótinu í Bandaríkjunum á dögunum þar sem hann skoraði gott mark eftir aukaspyrnu Brasilíumannsins Dodo. Eins og svo oft áður er sterk argentínsk tenging í Inter-liðinu, en sjö Argentínumenn eru í hópnum. Þeir eru þó ekki alveg í sama gæðafokki og JavíerZanetti, EstebanCambiasso og Walter Samuel. Einn mest spennandi leikmaður Inter er argentínski framherjinn MauroIcardi, 21 árs gamall markaskorari sem kom til liðsins frá Sampdoria í fyrra.Mato Kovacic fór illa með íslenska landsliðið.vísir/gettyAnnar Argentínumaður í hópnum er landsliðsmaðurinn RodrigoPalacio, eða maðurinn með skottið. Hann vakti mikla athygli á HM fyrir áhugaverða „klippingu“. Það verður gaman að sjá skottið litla sveiflast á Laugardalsvellinum. Fleiri öflugir leikmenn eru í Inter-liðinu á borð við króatíska ungstirnið MateoKovacic sem lék sér að íslenska landsliðinu í Zagreb síðasta vetur, kólumbíska landsliðsmanninn FreddyGuarín og ítalska framherjann DaniOsvaldo sem gekk í raðir Inter frá Southampton á dögunum. Stjörnunnar bíður augljóslega gríðarlega erfitt verkefni, en aftur á móti ótrúlega spennandi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Takist Stjörnunni að slá út andstæðing sinn í umspilinu fær félagið 200 milljónir króna til viðbótar í tekjur. 7. ágúst 2014 19:46 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Takist Stjörnunni að slá út andstæðing sinn í umspilinu fær félagið 200 milljónir króna til viðbótar í tekjur. 7. ágúst 2014 19:46
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10