Hættulegt að fljúga? – Prófaðu að aka bíl! Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 14:15 Full ástæða er til að vera mun hræddari í bíl en flugvél. Autoblog Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent
Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent