Fyrsti Lexus NX rennur af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 15:45 Fyrsti Lexus NX jepplingurinn rennur út úr verksmiðju Lexus í Japan. Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent
Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent