Ramez ekki lofað að hann yrði ekki sendur til Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 30. júlí 2014 13:57 Ramez Rassas Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu. Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu.
Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19
„Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00