Mikilvægasta máltíð dagsins Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 1. ágúst 2014 09:00 Vísir/Getty Það getur verið freistandi að sleppa morgunmatnum og fá nokkrar auka mínútur í svefn. Það er þó alveg þess virði að rífa sig fram úr á morgnana og fá sér næringarríkan morgunverð ef það stuðlar að aukinni vellíðan yfir daginn. Flestir hafa eflaust heyrt það sagt að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hér koma nokkur atriði þeirri staðhæfingu til stuðnings.1. Það dregur úr líkum á því að þú borðir allt í augsýn seinnipart dags. Til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi og koma í veg fyrir ofát yfir daginn er talið mikilvægt að borða hollan og staðgóðan morgunverð. Því lægri sem blóðsykurinn verður í líkamanum, því svengra verður fólk yfir daginn og líkaminn er verr undir það búinn að taka á móti óhollustunni sem verður oft fyrir valinu þegar hungrið hellist yfir.2. Þú færð orku til þess að takast á við daginn. Morgunverðurinn kemur þér af stað og gefur þér orku fyrir daginn eftir að hafa fastað í 8-10 klukkustundir. Það skiptir þó máli að morgunverðurinn sé hollur og næringarríkur. Sjáðu til þess að morgunverðurinn innihaldi trefjar, prótein og holla fitu. Það stuðlar að aukinni orku yfir daginn.3. Einbeitingin verður betri. Ef að þú átt erfitt með að einbeita þér, vendu þig þá á að borða hollan og góðan morgunmat. Rannsóknir sýna að morgunmatur bætir vitræna starfsemi okkar og eykur námsárangur.4. Til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar morgunverð er líklegra til þess að vera í kjörþyngd en þeir sem gera það ekki og konur sem borða morgunmat borða færri kaloríur yfir daginn. Morgunverður er því talinn mikilvægur til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Heilsa Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það getur verið freistandi að sleppa morgunmatnum og fá nokkrar auka mínútur í svefn. Það er þó alveg þess virði að rífa sig fram úr á morgnana og fá sér næringarríkan morgunverð ef það stuðlar að aukinni vellíðan yfir daginn. Flestir hafa eflaust heyrt það sagt að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hér koma nokkur atriði þeirri staðhæfingu til stuðnings.1. Það dregur úr líkum á því að þú borðir allt í augsýn seinnipart dags. Til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi og koma í veg fyrir ofát yfir daginn er talið mikilvægt að borða hollan og staðgóðan morgunverð. Því lægri sem blóðsykurinn verður í líkamanum, því svengra verður fólk yfir daginn og líkaminn er verr undir það búinn að taka á móti óhollustunni sem verður oft fyrir valinu þegar hungrið hellist yfir.2. Þú færð orku til þess að takast á við daginn. Morgunverðurinn kemur þér af stað og gefur þér orku fyrir daginn eftir að hafa fastað í 8-10 klukkustundir. Það skiptir þó máli að morgunverðurinn sé hollur og næringarríkur. Sjáðu til þess að morgunverðurinn innihaldi trefjar, prótein og holla fitu. Það stuðlar að aukinni orku yfir daginn.3. Einbeitingin verður betri. Ef að þú átt erfitt með að einbeita þér, vendu þig þá á að borða hollan og góðan morgunmat. Rannsóknir sýna að morgunmatur bætir vitræna starfsemi okkar og eykur námsárangur.4. Til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar morgunverð er líklegra til þess að vera í kjörþyngd en þeir sem gera það ekki og konur sem borða morgunmat borða færri kaloríur yfir daginn. Morgunverður er því talinn mikilvægur til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu.
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira