Rory McIlroy stóðst pressuna og sigraði Opna breska Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2014 17:30 Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan. Golf Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan.
Golf Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira