Breska veðurstofan segir að íbúar Lundúna og Suður-Englands megi eiga von á 28 stiga hita frá miðvikudegi fram að helgi. Þá er spáð um 25 stiga hita í Leeds, Nottingham og Manchester.
Hiti fór víða yfir 30 stig í Bretlandi um helgina, en með hitanum fylgdi einnig þrumuveður og skyndiflóð sumstaðar um landið. Samkvæmt vef The Daily Mirror ollu flóðin talsverðu eignatjóni ásamt því að rúmlega hundrað þúsund eldingum laust niður. Veðurstofa varar Breta við því að þrumuveðrið gæti haldið áfram út vikuna.
Hitabeltisveður í Bretlandi
Bjarki Ármannsson skrifar

Mest lesið

„Fólk er að deyja út af þessu“
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



