Áhorfandi reyndi ítrekað að trufla Rory 21. júlí 2014 15:02 McIlroy bendir mótshöldurum á manninn sem truflaði hann. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“ Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“
Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira