Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. júlí 2014 13:30 Illugi telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum. Vísir/GVA/GVA Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25
Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30
Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30