Audi hættir með CVT-skiptingar Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:56 Audi A6. Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent
Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent