Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 17:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari 2011. vísir/daníel GR-ingarnir Ólafa Þórunn Kristinsdóttir og RagnhildurKristinsdóttir eru efstar og jafnar á fjórum höggum yfir pari eftir annan keppnisdag á Íslandsmeistaramótinu í höggleik sem fram fer á Leirdalsvelli.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í Leirdalinn í dag og tók myndirnar sem sjá má í þessari frétt. Ólafía Þórunn lék vel í dag, en hún spilaði völlinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Ragnhildur fékk fjóra fugla og fjóra skolla og var á parinu í dag.Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spilaði á einu höggi undir pari í dag líkt og Ólafía Þórunn, en hún er í þriðja sæti á fimm höggum yfir pari, höggi á undan tvöfalda Íslandsmeistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL sem er á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Þessar fjórar bera af eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu, en næst kemur KarenGuðnadóttir á ellefu höggum yfir pari vallarins. Það stefnir í harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Birgir Leifur stefnir hraðbyri að sjötta Íslandsmeistaratitlinum.vísir/daníelEfstu menn í karlaflokki eru rétt ríflega hálfnaðir í dag, en þar er Birgir Leifur Hafþórsson kominn í örugga forystu. Hann er að spila á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á sjö höggum undir pari eftir níu holur.Gísli Sveinbergsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurason koma næstir á einu höggi undir pari, en bæði Sigmundur og Þórður Rafn eru höggi undir pari í dag.Ragnhildur Kristinsdóttir er jöfn Ólafíu Þórunni.vísir/daníelValdís Þóra Jónsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari.vísir/daníelGuðrún Brá Björgvinsdóttir er í baráttunni.vísir/daníel Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
GR-ingarnir Ólafa Þórunn Kristinsdóttir og RagnhildurKristinsdóttir eru efstar og jafnar á fjórum höggum yfir pari eftir annan keppnisdag á Íslandsmeistaramótinu í höggleik sem fram fer á Leirdalsvelli.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í Leirdalinn í dag og tók myndirnar sem sjá má í þessari frétt. Ólafía Þórunn lék vel í dag, en hún spilaði völlinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Ragnhildur fékk fjóra fugla og fjóra skolla og var á parinu í dag.Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spilaði á einu höggi undir pari í dag líkt og Ólafía Þórunn, en hún er í þriðja sæti á fimm höggum yfir pari, höggi á undan tvöfalda Íslandsmeistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL sem er á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Þessar fjórar bera af eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu, en næst kemur KarenGuðnadóttir á ellefu höggum yfir pari vallarins. Það stefnir í harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Birgir Leifur stefnir hraðbyri að sjötta Íslandsmeistaratitlinum.vísir/daníelEfstu menn í karlaflokki eru rétt ríflega hálfnaðir í dag, en þar er Birgir Leifur Hafþórsson kominn í örugga forystu. Hann er að spila á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á sjö höggum undir pari eftir níu holur.Gísli Sveinbergsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurason koma næstir á einu höggi undir pari, en bæði Sigmundur og Þórður Rafn eru höggi undir pari í dag.Ragnhildur Kristinsdóttir er jöfn Ólafíu Þórunni.vísir/daníelValdís Þóra Jónsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari.vísir/daníelGuðrún Brá Björgvinsdóttir er í baráttunni.vísir/daníel
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira