Risabardagi í þyngdarflokki Gunnars í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júlí 2014 12:15 Robbie Lawler og Matt Brown í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi í veltivigt UFC í kvöld þegar Matt Brown og Robbie Lawler mætast. Sigurvegarinn fær líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er einn af fjórum bardögum sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Þeir Matt Brown og Robbie Lawler eru báðir á topp 5 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og því er þetta gríðarlega mikilvægur bardagi í kvöld. Okkar maður, Gunnar Nelson, er í 12. sæti í veltivigtinni eftir að hafa hækkað um eitt sæti í vikunni. Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur haft það náðugt síðan hann tryggði sér titilinn í mars á þessu ári. Það gæti breyst í kvöld þar sem sigurvegarinn í kvöld verður líklegast næsta áskorun meistarans. Ferlar Brown og Lawler hafa ekki verið ósvipaðir undanfarin ár. Fyrir þremur árum síðan hefði enginn búist við því að annar hvor þeirra, hvað þá báðir, væru að berjast á toppi veltivigtarinnar. Árið 2010 tapaði Brown þremur bardögum í röð á meðan Robbie Lawler var meðalmaður í Strikeforce bardagasamtökunum. Þeir hafa báðir náð að snúa döpru gengi sínu við og eru nú meðal bestu veltivigtarmanna heims. Hér fyrir neðan má sjá styrkleika og veikleika beggja bardagamanna.Robbie LawlerStyrkleikarEr frábær í gagnhöggum þegar hann pressar andstæðinginnHarða höku og erfitt að rota hannMikill rotari (19 sigrar eftir rothögg)VeikleikarHefur alltaf átt í vandræðum með að verja lágspörk (sjá Hendricks, Manhoef og Spratt bardagana)Hefur lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnumMatt BrownStyrkleikarHarða höku – aldrei verið rotaðurSetur mikla pressu á andstæðinginn sem fáir ná að standastKróar andstæðinginn af við búriðVeikleikar9 af 11 töpum hans hafa komið eftir uppgjafartökHefur átt í vandræðum með sterka glímumenn Þrátt fyrir að báðir bardagamenn hafi lent í vandræðum gegn sterkum glímumönnum ætti það ekki að vera mikilvæg breyta í þessum bardaga. Þessi bardagi mun líklegast fara fram standandi og kæmi það undirrituðum verulega á óvart færi hann lengur en í 2. lotu. Báðir bardagamenn vilja sækja fram þó þeir geri það á mismunandi hátt. Brown veður áfram með hrátt sparkboxið sitt og mikla pressu. Á sama tíma beitir Lawler gagnhöggum á meðan hann pressar andstæðinginn. Þetta verða því tvær óstöðvandi vélar sem munu mætast í átthyrningnum í kvöld. Það er uppskrift af frábærum bardaga og gætum við fengið að sjá einn besta bardaga ársins í kvöld. Enginn bardagaáhugamaður má láta þennan bardaga framhjá sér fara!Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45 Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Sjá meira
Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. 24. júlí 2014 22:45
Gunnar Nelson upp um eitt sæti á styrkleikalistanum Skiptir um sæti við Bandaríkjamann sem hann átti að berjast við. 23. júlí 2014 22:00