Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiðablik - Fylkir 4-0 | Fanndís og Rakel sáu um Fylki Anton Ingi Leifsson á Kópavogsvelli skrifar 29. júlí 2014 17:00 Það var hart barist á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Arnþór Breiðablik komst í annað sæti Peps-deildar kvenna með nokkuð þæginlegum 4-0 sigri á Fylki á Kópavogsvelli. Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir voru í banastuði, en öll mörkin komu í síðari hálfleik.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Leikurinn var mest allur í eign Blika, en þó aðallega í síðari hálfleik þar sem þær skiptu um gír og keyrðu yfir Fylkisstelpur sem virtust þreyttar. Fyrri hálfleikur byrjaði vel, en síðan dró aðeins af leikmönnum. Blikastúlkur byrjuðu betur fyrstu mínúturnar, en meira jafnræði var síðan með liðunum. Fanndís átti tvö skot snemma, en inn vildi boltinn ekki og Þóra var vel með á nótunum í marki Fylkis. Leikurinn varð svo afar leiðinlegur í fyrri hálfleik eftir nokkuð fjörugar fyrstu mínútur. Bæði lið reyndu mikið að stinga boltanum inn fyrir varnir andstæðinganna sem gekk misvel. Besta færið fékk Telma Hjaltalín rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hún mokaði boltanum framhjá eftir fína rispu Rakelar, fyrirliða Breiðabliks. Staðan í hálfleik var markalaus. Það voru liðnar átta mínútur af síðari hálfleik þegar fyrsta markið kom. Það gerði Fanndís úr vítaspyrnu eftir að hafa leikið á hálft Fylkis-liðið, en nú var á brattann að sækja fyrir gestina úr Árbænum sem höfðu ekki átt mörg færi í leiknum. Einungis þremur mínútum síðar kom annað mark Blika og þar var að verki Rakel eftir frábæran undirbúning Telmu Þrastardóttur. Fyrir leikinn höfðu Fylkisstúlkur skorað níu mörk í sumar í ellefu leikjum og afar ólíklegt að þær myndu skora þrjú mörk í einum og sama leiknum. Kópavogsliðið spilaði virkilega vel úr aðstæðunum eftir að þær komust yfir. Héldu boltanum vel innan liðsins og voru líklegri til að bæta við marki heldur en að fá á sig mark. Það var einmitt raunin rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það virtist ekki breyta miklu þó Fjolla Shala fékk að líta reisupassann um tuttugu mínútum fyrir leikslok því gestirnir ógnuðu ekkert af viti. Rakel Hönnudóttir bætti við fjórða markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og sigldu Kópavogsbúar því afar mikilvægum þremur stigum í hús. Fanndís Friðriksdóttir var frábær í liði Blika og tók hún ófáa sprettina í kvöld þar sem hún skildi hálft Fylkisliðið eftir, en Rakel Hönnudóttir gerði einnig vel. Guðrún Arnardóttir átti einnig góðan leik í liði Blika sem og Ásta Eir Árnadóttir. Hún kom inná í hálfleik og kom inn af krafti eftir daufan fyrri hálfleik, en hún lagði meðal annars upp þriðja markið. Fylkisliðið virkaði afar þreytt sem er kannski skiljanlegt enda fór liðið í framlengingu og vítaspyrnukeppni á fimmtudag gegn Selfossi í bikarnum. Með sigrinum fer Breiðablik í annað sætið, átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar, en nýliðar Fylkis eru í fjórða sæti.Fylkisliðinu tókst ekki að finna netmöskvana.Vísir/ArnþórFanndís: Mörkin hefðu getað orðið fleiri „Við hefðum átt að vera búinn að skora í fyrri hálfleik, en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri í fyrri hálfleik," sagði maður leiksins, Fanndís Friðriksdóttir, við Vísi í leikslok. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleik, en þær sem fóru útaf voru búnar að skila sínu og þær sem komu inn gerðu mjög vel. Við tókum til í hausnum á okkur í hálfleik og ætluðum okkur þetta meira en þær," og aðspurð hvort breyttist milli hálfleika svaraði Fanndís. „Ég bara veit það ekki. Það gekk flest allt upp í síðari hálfleik hjá okkur og mörkin hefðu meira segja getað orðið fleiri, þannig ég get ekki verið annað en sátt," sem segist ætla elta Stjörnuna fram í rauðan dauðann. „Vonandi misstíga þær sig. Annars er annað sætið okkar fyrsta, getum við ekki orðað það þannig?" sagði hress Fanndís sem elskar að spila í græna búningnum. „Já, mér líður mjög vel í grænu," sagði Fanndís brosandi í leikslok.Vísir/ArnþórRagna Lóa: Verða allir inn í vítateig „Það sem fór úrskeiðis var að þær byrjuðu af feykilega miklum krafti í síðari hálfleik og þær tóku okkur á hraðanum og kraftinum. Þeim langaði þetta meira en okkur," sagði svekkt Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Ekki meiri þreyta en í þeim. Hlynur (þjálfari Breiðabliks) er þó með meiri breidd, en þær voru bara miklu ákveðarnari og þær áttu góðan leik. Þetta er fúlt, en við verðum að taka þessu og halda áfram," og aðspurð hvort það hafi brostið eitthver stífla í dag svaraði Ragna. „Það brast stífla í dag. Það láku inn fjögur og það er fúlt útaf við erum búnar að spila mjög góðan varnarleik, en hann var slakur í dag." „Það var alltaf að fara vera erfitt að halda þessu öðru sæti. Við erum með lið sem er spáð sjöunda sæti og við erum ekkert ósátt með stöðu okkar núna. Við ætlum bara halda áfram og reyna hala inn fleiri stig," sem hlakkar til næsta leiks sem er við Stjörnuna, sem hefur einungis tapað einum leik í sumar. „Það verður bara hörkuleikur. Það verður þjappað og allir inn í vítateig," sagði Ragna Lóa að lokum og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Breiðablik komst í annað sæti Peps-deildar kvenna með nokkuð þæginlegum 4-0 sigri á Fylki á Kópavogsvelli. Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir voru í banastuði, en öll mörkin komu í síðari hálfleik.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér í myndaveislunni að ofan. Leikurinn var mest allur í eign Blika, en þó aðallega í síðari hálfleik þar sem þær skiptu um gír og keyrðu yfir Fylkisstelpur sem virtust þreyttar. Fyrri hálfleikur byrjaði vel, en síðan dró aðeins af leikmönnum. Blikastúlkur byrjuðu betur fyrstu mínúturnar, en meira jafnræði var síðan með liðunum. Fanndís átti tvö skot snemma, en inn vildi boltinn ekki og Þóra var vel með á nótunum í marki Fylkis. Leikurinn varð svo afar leiðinlegur í fyrri hálfleik eftir nokkuð fjörugar fyrstu mínútur. Bæði lið reyndu mikið að stinga boltanum inn fyrir varnir andstæðinganna sem gekk misvel. Besta færið fékk Telma Hjaltalín rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hún mokaði boltanum framhjá eftir fína rispu Rakelar, fyrirliða Breiðabliks. Staðan í hálfleik var markalaus. Það voru liðnar átta mínútur af síðari hálfleik þegar fyrsta markið kom. Það gerði Fanndís úr vítaspyrnu eftir að hafa leikið á hálft Fylkis-liðið, en nú var á brattann að sækja fyrir gestina úr Árbænum sem höfðu ekki átt mörg færi í leiknum. Einungis þremur mínútum síðar kom annað mark Blika og þar var að verki Rakel eftir frábæran undirbúning Telmu Þrastardóttur. Fyrir leikinn höfðu Fylkisstúlkur skorað níu mörk í sumar í ellefu leikjum og afar ólíklegt að þær myndu skora þrjú mörk í einum og sama leiknum. Kópavogsliðið spilaði virkilega vel úr aðstæðunum eftir að þær komust yfir. Héldu boltanum vel innan liðsins og voru líklegri til að bæta við marki heldur en að fá á sig mark. Það var einmitt raunin rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það virtist ekki breyta miklu þó Fjolla Shala fékk að líta reisupassann um tuttugu mínútum fyrir leikslok því gestirnir ógnuðu ekkert af viti. Rakel Hönnudóttir bætti við fjórða markinu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og sigldu Kópavogsbúar því afar mikilvægum þremur stigum í hús. Fanndís Friðriksdóttir var frábær í liði Blika og tók hún ófáa sprettina í kvöld þar sem hún skildi hálft Fylkisliðið eftir, en Rakel Hönnudóttir gerði einnig vel. Guðrún Arnardóttir átti einnig góðan leik í liði Blika sem og Ásta Eir Árnadóttir. Hún kom inná í hálfleik og kom inn af krafti eftir daufan fyrri hálfleik, en hún lagði meðal annars upp þriðja markið. Fylkisliðið virkaði afar þreytt sem er kannski skiljanlegt enda fór liðið í framlengingu og vítaspyrnukeppni á fimmtudag gegn Selfossi í bikarnum. Með sigrinum fer Breiðablik í annað sætið, átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar, en nýliðar Fylkis eru í fjórða sæti.Fylkisliðinu tókst ekki að finna netmöskvana.Vísir/ArnþórFanndís: Mörkin hefðu getað orðið fleiri „Við hefðum átt að vera búinn að skora í fyrri hálfleik, en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri í fyrri hálfleik," sagði maður leiksins, Fanndís Friðriksdóttir, við Vísi í leikslok. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleik, en þær sem fóru útaf voru búnar að skila sínu og þær sem komu inn gerðu mjög vel. Við tókum til í hausnum á okkur í hálfleik og ætluðum okkur þetta meira en þær," og aðspurð hvort breyttist milli hálfleika svaraði Fanndís. „Ég bara veit það ekki. Það gekk flest allt upp í síðari hálfleik hjá okkur og mörkin hefðu meira segja getað orðið fleiri, þannig ég get ekki verið annað en sátt," sem segist ætla elta Stjörnuna fram í rauðan dauðann. „Vonandi misstíga þær sig. Annars er annað sætið okkar fyrsta, getum við ekki orðað það þannig?" sagði hress Fanndís sem elskar að spila í græna búningnum. „Já, mér líður mjög vel í grænu," sagði Fanndís brosandi í leikslok.Vísir/ArnþórRagna Lóa: Verða allir inn í vítateig „Það sem fór úrskeiðis var að þær byrjuðu af feykilega miklum krafti í síðari hálfleik og þær tóku okkur á hraðanum og kraftinum. Þeim langaði þetta meira en okkur," sagði svekkt Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Ekki meiri þreyta en í þeim. Hlynur (þjálfari Breiðabliks) er þó með meiri breidd, en þær voru bara miklu ákveðarnari og þær áttu góðan leik. Þetta er fúlt, en við verðum að taka þessu og halda áfram," og aðspurð hvort það hafi brostið eitthver stífla í dag svaraði Ragna. „Það brast stífla í dag. Það láku inn fjögur og það er fúlt útaf við erum búnar að spila mjög góðan varnarleik, en hann var slakur í dag." „Það var alltaf að fara vera erfitt að halda þessu öðru sæti. Við erum með lið sem er spáð sjöunda sæti og við erum ekkert ósátt með stöðu okkar núna. Við ætlum bara halda áfram og reyna hala inn fleiri stig," sem hlakkar til næsta leiks sem er við Stjörnuna, sem hefur einungis tapað einum leik í sumar. „Það verður bara hörkuleikur. Það verður þjappað og allir inn í vítateig," sagði Ragna Lóa að lokum og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn