Mörg góð skor á fyrsta hring á John Deere Classic 10. júlí 2014 23:08 Jordan Spieth þarf að gefa í á morgun. AP/Getty Það er góð ástæða fyrir því að John Deere Classic mótið er í uppáhaldi hjá mörgum kylfingum á PGA-mótaröðinni enda sjást ávalt margir fuglar og góð skor á hinum stutta TPC Deere Run velli þar sem mótið fer fram. Mótið hófst í dag og eftir fyrsta hring leiða Brian Harman, Zach Johnson og Rory Sabbatini á átta höggum undir pari en þeir léku allir á 63 höggum í dag. Jafnir í fjórða sæti koma þeir Steven Bowdich, William McGirt og Todd Hamilton á sjö höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, ungstirnið Jordan Spieth lék fyrsta hring á pari vallar sem þykir ekki mjög gott skor á John Deere Classic en hann er jafn í 82. sæti eins og er. Hinn reynslumikli Steve Stricker sem sigrað hefur á þessu móti þrisvar sinnum á síðustu fimm árum lék fyrsta hring á 68 höggum eða þremur undir pari. Annar hringur á þessu spennandi móti verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er góð ástæða fyrir því að John Deere Classic mótið er í uppáhaldi hjá mörgum kylfingum á PGA-mótaröðinni enda sjást ávalt margir fuglar og góð skor á hinum stutta TPC Deere Run velli þar sem mótið fer fram. Mótið hófst í dag og eftir fyrsta hring leiða Brian Harman, Zach Johnson og Rory Sabbatini á átta höggum undir pari en þeir léku allir á 63 höggum í dag. Jafnir í fjórða sæti koma þeir Steven Bowdich, William McGirt og Todd Hamilton á sjö höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, ungstirnið Jordan Spieth lék fyrsta hring á pari vallar sem þykir ekki mjög gott skor á John Deere Classic en hann er jafn í 82. sæti eins og er. Hinn reynslumikli Steve Stricker sem sigrað hefur á þessu móti þrisvar sinnum á síðustu fimm árum lék fyrsta hring á 68 höggum eða þremur undir pari. Annar hringur á þessu spennandi móti verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira