Að slökkva elda Guðni Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 15:00 Orkan hefur alltaf tilgang Mynd/Getty Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. Á hlaupunum í áttina að einum eldi hefur þessi venjulegi maður áhyggjur af því að einhver annar eldur sé farinn að loga of glatt; að hann hafi tekið ranga ákvörðun. Honum líður vel þegar hann hefur slökkt einn eld eða minnkað hann verulega og þá ánægju kallar hann stóru nafni ...Hamingja. Hann kallar tilfinninguna hamingju, en samt er þetta neyðarstjórnun og umsýsla á stjórnlausri orku sem hefur engan tilgang. Eða, bíðum nú við ... Orkan hefur alltaf tilgang. Hún er alltaf á leiðinni á sinn stað. Við ráðstöfum henni hins vegar ekki sjálf heldur er henni ráðstafað af öðrum í kringum okkur. Við höfum aðgang að orku en stjórnum henni ekki sjálf. Af hverju? Af því að fórnarlambshlutverkið virðist svo auðvelt. Af því að við viljum ekki bera ábyrgð á eigin hamingju og óhamingju. Við viljum frekar slökkva elda. Við viljum frekar skammast í öðru fólki fyrir að kveikja elda í lífi okkar en að opna faðminn, grípa orkuna og ákveða hvernig við veljum að ráðstafa henni.„En ég hélt ég bara myndi varla nennaen það bera allir hrísvönd á bálköstinn sinnog svo brenna þeir og brenna og brenna og brenna og brenna.“ Þessar línur söng Megas og lýsti því snilldarlega hvernig við erum okkar eigin ógæfu smiðir – hvernig við brennum okkur á grimmu báli sektarinnar eins og nornir og skörum eldinn að eigin báli, alveg upp á eigin spýtur. Það er aðeins ein tilfinning, ást- þakklæti. Allt annað er blekking, vanþakklæti. Kærleikur, Guðni Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. Á hlaupunum í áttina að einum eldi hefur þessi venjulegi maður áhyggjur af því að einhver annar eldur sé farinn að loga of glatt; að hann hafi tekið ranga ákvörðun. Honum líður vel þegar hann hefur slökkt einn eld eða minnkað hann verulega og þá ánægju kallar hann stóru nafni ...Hamingja. Hann kallar tilfinninguna hamingju, en samt er þetta neyðarstjórnun og umsýsla á stjórnlausri orku sem hefur engan tilgang. Eða, bíðum nú við ... Orkan hefur alltaf tilgang. Hún er alltaf á leiðinni á sinn stað. Við ráðstöfum henni hins vegar ekki sjálf heldur er henni ráðstafað af öðrum í kringum okkur. Við höfum aðgang að orku en stjórnum henni ekki sjálf. Af hverju? Af því að fórnarlambshlutverkið virðist svo auðvelt. Af því að við viljum ekki bera ábyrgð á eigin hamingju og óhamingju. Við viljum frekar slökkva elda. Við viljum frekar skammast í öðru fólki fyrir að kveikja elda í lífi okkar en að opna faðminn, grípa orkuna og ákveða hvernig við veljum að ráðstafa henni.„En ég hélt ég bara myndi varla nennaen það bera allir hrísvönd á bálköstinn sinnog svo brenna þeir og brenna og brenna og brenna og brenna.“ Þessar línur söng Megas og lýsti því snilldarlega hvernig við erum okkar eigin ógæfu smiðir – hvernig við brennum okkur á grimmu báli sektarinnar eins og nornir og skörum eldinn að eigin báli, alveg upp á eigin spýtur. Það er aðeins ein tilfinning, ást- þakklæti. Allt annað er blekking, vanþakklæti. Kærleikur, Guðni
Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp