Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring 13. júlí 2014 18:07 Justin Rose er líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira