Volkswagen skákar GM í Kína Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 12:54 Volkswagen Bora í Kína. Stærsti bílamarkaður heims er í Kína og þar keppast allir bílaframleiðendur við að selja sem mest á meðan kaupgleðin er takmarkalaus. Keppnin er hörð milli tveggja stærstu erlendu bílaframleiðendanna þar, General Motors og Volkswagen. Á fyrri helmingi þessa árs gerðist það fyrsta sinni í 9 ár að Volkswagen sló við sölu General Motors. Volkswagen seldi 1,8 milljón bíla en GM 1,73 milljón bíla. Á sama tíma í fyrra hafði GM selt 1,56 milljón bíla en Volkswagen 1,53. Vöxtur Volkswagen á milli ára er 18% en GM 11%. Volkswagen býður nú 63 mismunandi gerðir bíla í Kína en hyggur á að fjölga þeim í 100 til ársins 2018. Volkswagen ætlar að bæta við tveimur verksmiðjum í Kína á næstunni til að geta aukið söluna. Volkswagen bílar eru nú seldir á 2.395 stöðum í Kína en Volkswagen ætlar að fjölga þeim í 3.600. Volkswagen ætlar að selja meira en 3,5 milljónir bíla í Kína í ár og mun líklega ná að selja meira en 10 milljón bíla í heiminum öllum í ár. Kína er mikilvægasti og stærsti markaður Volkswagen og er því spáð að allt að 35 milljónir bíla muni seljast þar á ári við lok þessa áratugar. GM ætlar ekki að gefast upp í baráttunni við Volkswagen og hyggst auka framleiðslu sína um 65% til ársins 2020. Barátta fyrirtækjanna tveggja mun því halda áfram á þessum risavaxna markaði fyrir bíla. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent
Stærsti bílamarkaður heims er í Kína og þar keppast allir bílaframleiðendur við að selja sem mest á meðan kaupgleðin er takmarkalaus. Keppnin er hörð milli tveggja stærstu erlendu bílaframleiðendanna þar, General Motors og Volkswagen. Á fyrri helmingi þessa árs gerðist það fyrsta sinni í 9 ár að Volkswagen sló við sölu General Motors. Volkswagen seldi 1,8 milljón bíla en GM 1,73 milljón bíla. Á sama tíma í fyrra hafði GM selt 1,56 milljón bíla en Volkswagen 1,53. Vöxtur Volkswagen á milli ára er 18% en GM 11%. Volkswagen býður nú 63 mismunandi gerðir bíla í Kína en hyggur á að fjölga þeim í 100 til ársins 2018. Volkswagen ætlar að bæta við tveimur verksmiðjum í Kína á næstunni til að geta aukið söluna. Volkswagen bílar eru nú seldir á 2.395 stöðum í Kína en Volkswagen ætlar að fjölga þeim í 3.600. Volkswagen ætlar að selja meira en 3,5 milljónir bíla í Kína í ár og mun líklega ná að selja meira en 10 milljón bíla í heiminum öllum í ár. Kína er mikilvægasti og stærsti markaður Volkswagen og er því spáð að allt að 35 milljónir bíla muni seljast þar á ári við lok þessa áratugar. GM ætlar ekki að gefast upp í baráttunni við Volkswagen og hyggst auka framleiðslu sína um 65% til ársins 2020. Barátta fyrirtækjanna tveggja mun því halda áfram á þessum risavaxna markaði fyrir bíla.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent