YouTube-strákar komnir með risasamning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 13:15 Mynd/Fésbókarsíða sveitarinnar Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce. Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce.
Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira