YouTube-strákar komnir með risasamning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 13:15 Mynd/Fésbókarsíða sveitarinnar Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira