Búið að raða í holl fyrir Opna breska 15. júlí 2014 19:15 Phil Mickelson á titil að verja á Opna breska. AP/Getty Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en með endurkomu Tiger Woods á golfvöllinn eru öll stærstu nöfnin í golfinu með að þessu sinni. Mótið fer fram á Royal Liverpool vellinum í Hoylake á Englandi en síðast þegar að mótið var haldið á vellinum sigraði Woods með glæsibrag og tileinkaði nýlátnum föður sínum sigurinn á eftirminnilegan hátt. Búið er að raða í holl fyrir mótið en eins og alltaf verða nokkur holl meira spennandi en önnur. Þar má helst nefna að Tiger Woods leikur með Henrik Stenson og Angel Cabrera á meðan að Rory McIlroy spilar með Hideki Matsuyama og Jordan Spieth. Besti kylfingur heims, Adam Scott, leikur fyrstu tvo hringina með Justin Rose og Jason Dufner en ríkjandi meistari, Phil Mickelson, fær að njóta návistar Ernie Els og Masters meistarans Bubba Watson. Rástíma og holl allra keppenda má nálgast hér. Allir fjórir dagarnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild á Golfstöðinni en bein útsending frá fyrsta hring hefst á fimmtudaginn klukkan 08:00. Golf Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en með endurkomu Tiger Woods á golfvöllinn eru öll stærstu nöfnin í golfinu með að þessu sinni. Mótið fer fram á Royal Liverpool vellinum í Hoylake á Englandi en síðast þegar að mótið var haldið á vellinum sigraði Woods með glæsibrag og tileinkaði nýlátnum föður sínum sigurinn á eftirminnilegan hátt. Búið er að raða í holl fyrir mótið en eins og alltaf verða nokkur holl meira spennandi en önnur. Þar má helst nefna að Tiger Woods leikur með Henrik Stenson og Angel Cabrera á meðan að Rory McIlroy spilar með Hideki Matsuyama og Jordan Spieth. Besti kylfingur heims, Adam Scott, leikur fyrstu tvo hringina með Justin Rose og Jason Dufner en ríkjandi meistari, Phil Mickelson, fær að njóta návistar Ernie Els og Masters meistarans Bubba Watson. Rástíma og holl allra keppenda má nálgast hér. Allir fjórir dagarnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild á Golfstöðinni en bein útsending frá fyrsta hring hefst á fimmtudaginn klukkan 08:00.
Golf Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira