Kiðjaberg að kikna vegna rigninga Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2014 11:23 Jóhann á Kiðjabergi. Ef ekki hættir að rigna er lítið annað í kortunum en loka vellinum. Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“ Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira