Kiðjaberg að kikna vegna rigninga Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2014 11:23 Jóhann á Kiðjabergi. Ef ekki hættir að rigna er lítið annað í kortunum en loka vellinum. Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“ Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira
Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“
Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira