Bjalla sem er 2,1 sekúndur í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 15:15 Afar kraftaleg Bjalla, enda ofuröflug. Fáar Bjöllur hafa talist ofurbílar hingað til, en þessi verður að teljast það. Bíll sem fer í 100 km hraða á 2,1 sekúndu á sæti í þeim flokki. Ekki er það þó svo að hann sé fjöldaframleiddur af Volkswagen heldur er þessi bíll sérframleiddur til keppni á malbikuðum akstursbrautum. Vél hans, sem er miðjusett í bílnum, er aðeins með 1,6 lítra sprengirými í fjórum strokkum en úr þeim eru kreist 544 hestöfl. Það hjálpar snerpu hans að hann vegur aðeins 1.225 kíló, þrátt fyrir veltigrindina sem í honum er. Hann er fjórhjóladrifinn og með 6 gíra beinskiptingu, útbólgin bretti, risastóra vindskeið og fjöðrun hans hefur hvorki meira né minna en 23 cm slaglengd. Þó þessi keppnisbíll hafa þegar verið kynntur til leiks í keppnisröð Red Bull, verður honum ekki ekið í þeim fyrr en seint á þessu ári. Ökumenn verða ekki ófrægari menn en Tanner Faust og Scott Speed, en þeir verða að sætta sig við að aka Volkswagen Polo bílum fram að því. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent
Fáar Bjöllur hafa talist ofurbílar hingað til, en þessi verður að teljast það. Bíll sem fer í 100 km hraða á 2,1 sekúndu á sæti í þeim flokki. Ekki er það þó svo að hann sé fjöldaframleiddur af Volkswagen heldur er þessi bíll sérframleiddur til keppni á malbikuðum akstursbrautum. Vél hans, sem er miðjusett í bílnum, er aðeins með 1,6 lítra sprengirými í fjórum strokkum en úr þeim eru kreist 544 hestöfl. Það hjálpar snerpu hans að hann vegur aðeins 1.225 kíló, þrátt fyrir veltigrindina sem í honum er. Hann er fjórhjóladrifinn og með 6 gíra beinskiptingu, útbólgin bretti, risastóra vindskeið og fjöðrun hans hefur hvorki meira né minna en 23 cm slaglengd. Þó þessi keppnisbíll hafa þegar verið kynntur til leiks í keppnisröð Red Bull, verður honum ekki ekið í þeim fyrr en seint á þessu ári. Ökumenn verða ekki ófrægari menn en Tanner Faust og Scott Speed, en þeir verða að sætta sig við að aka Volkswagen Polo bílum fram að því.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent