Þessa bíla er ódýrast að reka Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 13:15 Ódýrasti bíllinn í rekstri til þriggja ára er Volkswagen Up. Þegar kemur að því að kaupa bíl er rétt að hafa í huga hvaða bíla er ódýrast að reka með tilliti til verðs, eyðslu þeirra, afskriftum og viðgerðarkostnaði. Bílatímiritið breska Auto Express hefur tekið saman lista yfir þá 10 bíla sem ódýrast er að reka þar í landi og ætti það einnig að gefa til kynna ódýran rekstur þeirra hérlendis. Miðað var við þriggja ára eignarhald á bílunum og 58.000 km akstur. Listinn lítur svona út.Volkswagen Up með 1,0 lítra bensínvélSkoda Citigo með 1,0 lítra bensínvélSeat Mii með 1,0 lítra bensínvélKia Picanto með 1,0 lítra bensínvélDacia Sandero með 1,5 lítra dísilvélSuzuki Alto með 1,0 lítra bensínvélPeugeot 107 með 1,0 lítra bensínvélCitroën C1 með 1,0 lítra bensínvélDacia Logan MCV með 1,5 lítra dísilvélMitsubishi Mirage með 1,0 lítra bensínvél Allt eru þetta litlir borgarbílar, þó svo að Dacia bílarnir tveir á listanum séu öllu stærri en hinir. Lágt kaupverð þeirra kemur þeim þó á þennan lista. Í raun eru þrír efstu bílarnir sami bíllinn og tilheyra allir stóru Volkswagen fjölskyldunni. Einnig er áhugavert að skoða sigurvegarana í hverjum flokki bíla og er sá listi svona og er kaupverð þeirra í pundum í sviga. Borgarbílar: Volkswagen Up með 1,0 lítra bensínvél (8.433) Smærri fjölskyldubílar: Dacia Sandero með 1,5 lítra dísilvél (8.707) Lúxusbílar: BMW 518d SE (19.817) Millistærðar fjölskyldubílar: Seat Toledo með 1,2 lítra bensínvél (13.091) Stærri fjölskyldubílar: Skoda Octavia með 1,2 lítra TSI bensínvél (13.873) Fjölnotabílar: Skoda Roomster með 1,2 lítra TSI bensínvél (10.501) Jepplingar: Dacia Duster með 1,6 lítra bensínvél (11.848) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent
Þegar kemur að því að kaupa bíl er rétt að hafa í huga hvaða bíla er ódýrast að reka með tilliti til verðs, eyðslu þeirra, afskriftum og viðgerðarkostnaði. Bílatímiritið breska Auto Express hefur tekið saman lista yfir þá 10 bíla sem ódýrast er að reka þar í landi og ætti það einnig að gefa til kynna ódýran rekstur þeirra hérlendis. Miðað var við þriggja ára eignarhald á bílunum og 58.000 km akstur. Listinn lítur svona út.Volkswagen Up með 1,0 lítra bensínvélSkoda Citigo með 1,0 lítra bensínvélSeat Mii með 1,0 lítra bensínvélKia Picanto með 1,0 lítra bensínvélDacia Sandero með 1,5 lítra dísilvélSuzuki Alto með 1,0 lítra bensínvélPeugeot 107 með 1,0 lítra bensínvélCitroën C1 með 1,0 lítra bensínvélDacia Logan MCV með 1,5 lítra dísilvélMitsubishi Mirage með 1,0 lítra bensínvél Allt eru þetta litlir borgarbílar, þó svo að Dacia bílarnir tveir á listanum séu öllu stærri en hinir. Lágt kaupverð þeirra kemur þeim þó á þennan lista. Í raun eru þrír efstu bílarnir sami bíllinn og tilheyra allir stóru Volkswagen fjölskyldunni. Einnig er áhugavert að skoða sigurvegarana í hverjum flokki bíla og er sá listi svona og er kaupverð þeirra í pundum í sviga. Borgarbílar: Volkswagen Up með 1,0 lítra bensínvél (8.433) Smærri fjölskyldubílar: Dacia Sandero með 1,5 lítra dísilvél (8.707) Lúxusbílar: BMW 518d SE (19.817) Millistærðar fjölskyldubílar: Seat Toledo með 1,2 lítra bensínvél (13.091) Stærri fjölskyldubílar: Skoda Octavia með 1,2 lítra TSI bensínvél (13.873) Fjölnotabílar: Skoda Roomster með 1,2 lítra TSI bensínvél (10.501) Jepplingar: Dacia Duster með 1,6 lítra bensínvél (11.848)
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent