Ertu að þvo þér rétt? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2014 14:30 Ertu að þvo þér rétt? Mynd/Getty Handþvottur er ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að smitast af flensu og öðrum kvefpestum. Ameríska stofnunin The Center for Disease Control and Prevention (CDC) segir að handþvottur gæti bjargað fleiri lífum en allar flensusprautur eða önnur meðhöndlun lækna. Ástæða þess er sú að alla daga erum við að snerta yfirborð hundruði mismunandi hluta ásamt því að snerta fólk og dýr. í hvert skipti sem við snertum eitthvað fáum við sýkla á hendurnar og berum þá svo inn í augu, munn og nef með fingrunum og eigum þá á hættu að smitast. Besta leiðin til þess að forðast smit er því að þvo sér oft og gera það vel og vandlega.Hvenær er æskilegt að þvo sér? - Áður, á meðan og eftir að hafa útbúið mat. Sérstaklega hrátt kjöt og fuglaafurðir. -Fyrir máltíðir. -Fyrir og eftir að hafa sinnt einhverjum sem er veikur. -Fyrir og eftir að hafa meðhöndlað sár eða önnur meiðsli. -Áður en augnlinsur eru settar í eða teknar úr. -Alltaf eftir að hafa notað salerni. -Eftir að hafa skipt á eða skeint barni. -Eftir að hafa snýtt sér, hnerrað eða hóstað. -Eftir að hafa snert dýr, dýramat, leikföng eða þrifið upp eftir dýr. -Eftir að hafa farið út með ruslið. -Eftir að hafa snert eitthvað sem gæti verið gróðrastía fyrir bakteríur, eins og tuskur eða skítuga skó. -Alltaf þegar hendurnar líta út fyrir að vera skítugar.Hvernig er best að þvo sér? Ekki er nóg að skola hendurnar undir vatninu. Best er að skrúbba þær með sápu í að minnsta kosti 20 sekúndur. Það hljómar kannski eins og langur tími fyrir einhverja en þá er hægt að minna sig á tímann sem fer í það að liggja upp í rúmi með flensu. Hér eru skrefin að hreinum höndum. - Skolið hendurnar með volgu eða heitu vatni og setjið sápu í lófann. - Nuddið þeim saman í 20 sekúndur. Ekki gleyma að þvo handabök, milli fingra og undir nöglum. - Skolið sápuna vel af undir vatninu. - Þurrkið hendurnar á hreinu handklæði eða þurrku. Handspritt er einnig árangursríkt en kemur aldrei í staðinn fyrir góðan handþvott með vatni og sápu. Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Handþvottur er ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að smitast af flensu og öðrum kvefpestum. Ameríska stofnunin The Center for Disease Control and Prevention (CDC) segir að handþvottur gæti bjargað fleiri lífum en allar flensusprautur eða önnur meðhöndlun lækna. Ástæða þess er sú að alla daga erum við að snerta yfirborð hundruði mismunandi hluta ásamt því að snerta fólk og dýr. í hvert skipti sem við snertum eitthvað fáum við sýkla á hendurnar og berum þá svo inn í augu, munn og nef með fingrunum og eigum þá á hættu að smitast. Besta leiðin til þess að forðast smit er því að þvo sér oft og gera það vel og vandlega.Hvenær er æskilegt að þvo sér? - Áður, á meðan og eftir að hafa útbúið mat. Sérstaklega hrátt kjöt og fuglaafurðir. -Fyrir máltíðir. -Fyrir og eftir að hafa sinnt einhverjum sem er veikur. -Fyrir og eftir að hafa meðhöndlað sár eða önnur meiðsli. -Áður en augnlinsur eru settar í eða teknar úr. -Alltaf eftir að hafa notað salerni. -Eftir að hafa skipt á eða skeint barni. -Eftir að hafa snýtt sér, hnerrað eða hóstað. -Eftir að hafa snert dýr, dýramat, leikföng eða þrifið upp eftir dýr. -Eftir að hafa farið út með ruslið. -Eftir að hafa snert eitthvað sem gæti verið gróðrastía fyrir bakteríur, eins og tuskur eða skítuga skó. -Alltaf þegar hendurnar líta út fyrir að vera skítugar.Hvernig er best að þvo sér? Ekki er nóg að skola hendurnar undir vatninu. Best er að skrúbba þær með sápu í að minnsta kosti 20 sekúndur. Það hljómar kannski eins og langur tími fyrir einhverja en þá er hægt að minna sig á tímann sem fer í það að liggja upp í rúmi með flensu. Hér eru skrefin að hreinum höndum. - Skolið hendurnar með volgu eða heitu vatni og setjið sápu í lófann. - Nuddið þeim saman í 20 sekúndur. Ekki gleyma að þvo handabök, milli fingra og undir nöglum. - Skolið sápuna vel af undir vatninu. - Þurrkið hendurnar á hreinu handklæði eða þurrku. Handspritt er einnig árangursríkt en kemur aldrei í staðinn fyrir góðan handþvott með vatni og sápu.
Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira