Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Ingvi Þór Sæmundsson á Stjörnuvelli skrifar 3. júlí 2014 18:59 Vísir/Valli Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á Sumsung-vellinum í kvöld. Það er óhætt að segja að Stjörnumenn hafi fengið draumabyrjun í sínum fyrsta Evrópuleik . Tvö mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun leiks gerðu í raun út um leikinn og eftir það var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjörnunnar myndu verða. Á 13. mínútu var brotið á danska varnarmanninum Niclas Vemmelund innan vítateigs. Ólafur Karl Finsen steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, en þetta var áttunda mark hans í öllum keppnum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar tvöfölduðu Garðbæingar forystu sína. Hörður Árnason sendi þá boltann fyrir frá vinstri á Veigar Páll Gunnarsson sem skallaði boltann framhjá Jack Cudworth í marki Bangor. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Walesverjarnir sóttu af veikum mætti en ógnuðu marki heimamanna lítið sem ekki neitt. Stjörnumenn voru sömuleiðis rólegir fram á við og maður saknaði þess að sjá þá ekki fylgja frábærri byrjun sinni betur eftir því það voru svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk. Varnarlína Bangor spilaði mjög framarlega og varnarleikurinn á miðjunni var ekki til staðar. Margir leikmenn velska liðsins virtust auk þess vera í afar döpru líkamlegu formi. Staðan var 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Stjörnumenn komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ólafur Karl bætti öðru marki sínu og þriðja marki Stjörnunnar við á 54. mínútu eftir að Pablo Punyed hafði sent hann einan í gegnum vörn Bangor. Skömmu áður hafði Veigar Páll átt skot í utanverða stöngina eftir laglegan einleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni svo í 4-0 eftir 70 mínútna leik með góðu skoti í kjölfar hornspyrnu. Sjö mínútum síðar fékk Sam Hart að líta rauða spjaldið fyrir fáránlega tæklingu. Í raun var það ekki spurning hvort heldur hvenær leikmaður Bangor fyki af velli, en nokkrar tæklingar þeirra voru allt að því bannaðar börnum. Síðustu mínúturnar liðu án teljandi tíðinda. Atli Jóhannsson og varamaðurinn Garðar Jóhannsson fengu góð færi færi til að auka forystu Stjörnunnar, en fleiri urðu mörkin ekki. Garðarbæjarliðið fagnaði góðum sigri og er komið með annan fótinn í aðra umferð þar sem skoska liðið Motherwell bíður þess.Rúnar Páll: Spila nánast maður á mann"Við skorum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er það sem skiptir máli. Ég er mjög sáttur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, glaður í bragði eftir sigur hans manna á velska liðinu Bangor City í kvöld. "Við vissum alveg hverju við áttum von á. Þetta er lið sem er alltaf hættulegt, með stóra trukka þarna frammi og við vissum að það væri þeirra spilamennska. "Þeir stilltu upp í öll föst leikatriði í seinni hálfleik, sendu langa bolta fram og reyndu svo að vinna seinni boltann. "Þeir voru alltaf líklegir til að setja þetta mark sem við vildum ekki fá á okkur, þannig að þetta var enn spennandi í lokin, þrátt fyrir að staðan væri 4-0," sagði Rúnar en hann var mjög ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. "Við héldum ró okkur, reyndum að spila boltanum og ógna eins og við töluðum um fyrir leikinn. "Þeir spila nánast maður á mann, elta mótherjanna út um allt og opna þannig svæði og við reyndum að leita í þau svæði sem gekk ágætlega hjá okkur. Walesverjarnir spiluðu fast og voru á köflum grófir. Rúnar sagði það ekki hafa komið Garðbæingum á óvart. "Þetta eru helvítis jálkar, það sást alveg í byrjun leiks að þeir eru grófir, vil ég meina. Framherjinn þeirra braut 4-5 sinnum af sér á fyrstu tíu mínútunum og fékk ekki einu sinni spjald fyrir það," sagði Rúnar, en komust leikmenn Stjörnunnar í heilu lagi frá leiknum. "Já, já, það eru allir heilir, fyrir utan smávegis hnjask. Martin (Rauschenberg) fékk stóran skurð fyrir ofan ennið, en hann verður klár í næsta leik," sagði þjálfarinn, en hvernig kemur hann til með leggja seinni leikinn í Wales upp. "Það er hálfleikur núna, við erum yfir og þurfum að koma vel einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Þeir eru aggressívir, eins og við sáum hér í kvöld og við getum ekki leyft okkur að koma með annað en okkar sterkasta lið í seinni leikinn."Powell: Erfitt að koma hingað og spila á gervigrasinu "Við erum að sjálfsögðu vonsviknir með niðurstöðuna," sagði Neville Powell, þjálfari Bangor City, eftir 4-0 tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Við fengum á okkur klaufaleg mörk. Nú verðum bara að reyna að vinna seinni leikinn í Wales og spila upp á stoltið. "Það verður erfitt að snúa 4-0 stöðu okkur í vil, en við verðum að reyna. "Við vorum svolítið naívir í kvöld - það eru nokkrir ungir strákar í liðinu. Varnarleikurinn var slakur og hann kostaði okkur sigurinn," sagði Powell. "Stjarnan er með gott lið. Þeir eru í toppbaráttunni í íslensku deildinni og við vissum ekki alveg hvað myndi bíða okkar í kvöld. "Tímabilið hjá okkur er ekki enn byrjað og við fengum vond mörk á okkur. "Við vorum óheppnir í öðru markinu því það átti að dæma aukaspyrnu á leikmann Stjörnunnar fyrir bakhrindingu áður en boltinn fór í markið. "Markvörðurinn okkar þurfti aðeins að verja eitt skot og þeir skutu í tvígang í stöngina. "Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Það var erfitt að koma hingað og að spila á gervigrasinu. "Ef við hefðum bara tapað með einu marki, þá hefðum kannski átt möguleika á að vinna einvígið. Það bíður okkar erfitt verkefni í seinni leiknum en við verðum að sjá til þess að við vinnum hann," sagði Powell að endingu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á velska liðinu Bangor City í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á Sumsung-vellinum í kvöld. Það er óhætt að segja að Stjörnumenn hafi fengið draumabyrjun í sínum fyrsta Evrópuleik . Tvö mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun leiks gerðu í raun út um leikinn og eftir það var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjörnunnar myndu verða. Á 13. mínútu var brotið á danska varnarmanninum Niclas Vemmelund innan vítateigs. Ólafur Karl Finsen steig fram og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, en þetta var áttunda mark hans í öllum keppnum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar tvöfölduðu Garðbæingar forystu sína. Hörður Árnason sendi þá boltann fyrir frá vinstri á Veigar Páll Gunnarsson sem skallaði boltann framhjá Jack Cudworth í marki Bangor. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Walesverjarnir sóttu af veikum mætti en ógnuðu marki heimamanna lítið sem ekki neitt. Stjörnumenn voru sömuleiðis rólegir fram á við og maður saknaði þess að sjá þá ekki fylgja frábærri byrjun sinni betur eftir því það voru svo sannarlega tækifæri til að skora fleiri mörk. Varnarlína Bangor spilaði mjög framarlega og varnarleikurinn á miðjunni var ekki til staðar. Margir leikmenn velska liðsins virtust auk þess vera í afar döpru líkamlegu formi. Staðan var 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Stjörnumenn komu mjög sterkir til leiks í seinni hálfleik. Ólafur Karl bætti öðru marki sínu og þriðja marki Stjörnunnar við á 54. mínútu eftir að Pablo Punyed hafði sent hann einan í gegnum vörn Bangor. Skömmu áður hafði Veigar Páll átt skot í utanverða stöngina eftir laglegan einleik.Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni svo í 4-0 eftir 70 mínútna leik með góðu skoti í kjölfar hornspyrnu. Sjö mínútum síðar fékk Sam Hart að líta rauða spjaldið fyrir fáránlega tæklingu. Í raun var það ekki spurning hvort heldur hvenær leikmaður Bangor fyki af velli, en nokkrar tæklingar þeirra voru allt að því bannaðar börnum. Síðustu mínúturnar liðu án teljandi tíðinda. Atli Jóhannsson og varamaðurinn Garðar Jóhannsson fengu góð færi færi til að auka forystu Stjörnunnar, en fleiri urðu mörkin ekki. Garðarbæjarliðið fagnaði góðum sigri og er komið með annan fótinn í aðra umferð þar sem skoska liðið Motherwell bíður þess.Rúnar Páll: Spila nánast maður á mann"Við skorum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er það sem skiptir máli. Ég er mjög sáttur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, glaður í bragði eftir sigur hans manna á velska liðinu Bangor City í kvöld. "Við vissum alveg hverju við áttum von á. Þetta er lið sem er alltaf hættulegt, með stóra trukka þarna frammi og við vissum að það væri þeirra spilamennska. "Þeir stilltu upp í öll föst leikatriði í seinni hálfleik, sendu langa bolta fram og reyndu svo að vinna seinni boltann. "Þeir voru alltaf líklegir til að setja þetta mark sem við vildum ekki fá á okkur, þannig að þetta var enn spennandi í lokin, þrátt fyrir að staðan væri 4-0," sagði Rúnar en hann var mjög ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. "Við héldum ró okkur, reyndum að spila boltanum og ógna eins og við töluðum um fyrir leikinn. "Þeir spila nánast maður á mann, elta mótherjanna út um allt og opna þannig svæði og við reyndum að leita í þau svæði sem gekk ágætlega hjá okkur. Walesverjarnir spiluðu fast og voru á köflum grófir. Rúnar sagði það ekki hafa komið Garðbæingum á óvart. "Þetta eru helvítis jálkar, það sást alveg í byrjun leiks að þeir eru grófir, vil ég meina. Framherjinn þeirra braut 4-5 sinnum af sér á fyrstu tíu mínútunum og fékk ekki einu sinni spjald fyrir það," sagði Rúnar, en komust leikmenn Stjörnunnar í heilu lagi frá leiknum. "Já, já, það eru allir heilir, fyrir utan smávegis hnjask. Martin (Rauschenberg) fékk stóran skurð fyrir ofan ennið, en hann verður klár í næsta leik," sagði þjálfarinn, en hvernig kemur hann til með leggja seinni leikinn í Wales upp. "Það er hálfleikur núna, við erum yfir og þurfum að koma vel einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Þeir eru aggressívir, eins og við sáum hér í kvöld og við getum ekki leyft okkur að koma með annað en okkar sterkasta lið í seinni leikinn."Powell: Erfitt að koma hingað og spila á gervigrasinu "Við erum að sjálfsögðu vonsviknir með niðurstöðuna," sagði Neville Powell, þjálfari Bangor City, eftir 4-0 tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Við fengum á okkur klaufaleg mörk. Nú verðum bara að reyna að vinna seinni leikinn í Wales og spila upp á stoltið. "Það verður erfitt að snúa 4-0 stöðu okkur í vil, en við verðum að reyna. "Við vorum svolítið naívir í kvöld - það eru nokkrir ungir strákar í liðinu. Varnarleikurinn var slakur og hann kostaði okkur sigurinn," sagði Powell. "Stjarnan er með gott lið. Þeir eru í toppbaráttunni í íslensku deildinni og við vissum ekki alveg hvað myndi bíða okkar í kvöld. "Tímabilið hjá okkur er ekki enn byrjað og við fengum vond mörk á okkur. "Við vorum óheppnir í öðru markinu því það átti að dæma aukaspyrnu á leikmann Stjörnunnar fyrir bakhrindingu áður en boltinn fór í markið. "Markvörðurinn okkar þurfti aðeins að verja eitt skot og þeir skutu í tvígang í stöngina. "Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Það var erfitt að koma hingað og að spila á gervigrasinu. "Ef við hefðum bara tapað með einu marki, þá hefðum kannski átt möguleika á að vinna einvígið. Það bíður okkar erfitt verkefni í seinni leiknum en við verðum að sjá til þess að við vinnum hann," sagði Powell að endingu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira