Sport

Aldrei fleiri útlendingar á landsmóti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna.
Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna. vísir/sks
Um sjö þúsund manns eru nú staddir á landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu og fjölgar fólki ört, en stærstu dagar mótsins eru nú um helgina. Stór hluti gesta er erlendis frá og hafa aldrei fleiri útlendingar sótt mótið að sögn Axels Ómarssonar, framkvæmdastjóra landsmótsins.

„Það er meira af útlendingum en ég hef nokkurn tímann séð. Söluaðilar og starfsmenn í veitinga- og markaðstjöldum hafa sömu sögu að segja,“ segir Axel. Um 800 hross þreyta keppni, 200 starfsmenn eru á svæðinu og 50 manns í gæslu.

Mótið var formlega sett í gær við hátíðlega athöfn. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra setti mótið og tók karlakórinn Öðlingar nokkur vel valin lög. Þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í gærkvöld sem Svanhvít Kristjánsdóttir leiddi.

Axel segir mótið hafa gengið vel fyrir sig þrátt fyrir leiðinlegt veður fyrstu dagana. Sólin fór þó að láta sjá sig í gær og er helgarspáin góð. Dálítil væta hefur þó verið á svæðinu í dag.  „Það þurfti að fresta mótinu síðasta miðvikudag en við erum að ná að vinna það upp. En það er eiginlega bara ótrúlegt hversu vel hefur gengið,“ segir Axel.




Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×