Renault-Nissan tekur yfir Lada Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2014 09:48 Lada á bílasýningu. Í siðustu viku eignaðist Renault-Nissan meirihlutann í rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla. Renault-Nissan á nú 67,1% ráðandi hlut í AvtoVAZ. Renault-Nissan keypti fyrst hlutabréf í AvtoVAZ árið 2008 og eignaðist þá fjórðung í fyrirtækinu fyrir 115 milljarða króna. AvtoVAZ hefur verið rekið með tapi síðustu ár og árið í fyrra var engin undantekning frá því. Ekki mun það hjálpa til að bílasala í Rússlandi hefur dregist verulega saman í ár og búist er við um 20% samdrætti frá því í fyrra, sem þó var ekki gott bílasöluár þar í landi. Á síðustu árum hefur samdráttur rússneskra bílaframleiðenda verið meiri en heildarsamdráttur í sölu í Rússlandi. Bílaframleiðendur utan Rússlands hafa unnið sífellt meiri markaðshlutdeild af heimaframleiðendum. Í ár stefnir í að þetta snúist við og að innlendir bílaframleiðendur þurfi að þola 10-15% samdrátt þó svo heildarsamdrátturinn verði um 20%. Í fyrra var AvtoVAZ með 17% markaðshlutdeild í Rússlandi og er framleiðandinn enn stærsta bílamerkið þarlendis. Í ár stefnir í að markaðshlutdeild AvtoVAZ hækki þó í um 20%. AvtoVAZ seldi 456.309 bíla í Rússlandi í fyrra, en næsta bílamerkið þar á eftir var Renault með 210.099 selda bíla. Jók Renault við sölu sína um 11% í fyrra. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent
Í siðustu viku eignaðist Renault-Nissan meirihlutann í rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla. Renault-Nissan á nú 67,1% ráðandi hlut í AvtoVAZ. Renault-Nissan keypti fyrst hlutabréf í AvtoVAZ árið 2008 og eignaðist þá fjórðung í fyrirtækinu fyrir 115 milljarða króna. AvtoVAZ hefur verið rekið með tapi síðustu ár og árið í fyrra var engin undantekning frá því. Ekki mun það hjálpa til að bílasala í Rússlandi hefur dregist verulega saman í ár og búist er við um 20% samdrætti frá því í fyrra, sem þó var ekki gott bílasöluár þar í landi. Á síðustu árum hefur samdráttur rússneskra bílaframleiðenda verið meiri en heildarsamdráttur í sölu í Rússlandi. Bílaframleiðendur utan Rússlands hafa unnið sífellt meiri markaðshlutdeild af heimaframleiðendum. Í ár stefnir í að þetta snúist við og að innlendir bílaframleiðendur þurfi að þola 10-15% samdrátt þó svo heildarsamdrátturinn verði um 20%. Í fyrra var AvtoVAZ með 17% markaðshlutdeild í Rússlandi og er framleiðandinn enn stærsta bílamerkið þarlendis. Í ár stefnir í að markaðshlutdeild AvtoVAZ hækki þó í um 20%. AvtoVAZ seldi 456.309 bíla í Rússlandi í fyrra, en næsta bílamerkið þar á eftir var Renault með 210.099 selda bíla. Jók Renault við sölu sína um 11% í fyrra.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent