Renault-Nissan tekur yfir Lada Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2014 09:48 Lada á bílasýningu. Í siðustu viku eignaðist Renault-Nissan meirihlutann í rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla. Renault-Nissan á nú 67,1% ráðandi hlut í AvtoVAZ. Renault-Nissan keypti fyrst hlutabréf í AvtoVAZ árið 2008 og eignaðist þá fjórðung í fyrirtækinu fyrir 115 milljarða króna. AvtoVAZ hefur verið rekið með tapi síðustu ár og árið í fyrra var engin undantekning frá því. Ekki mun það hjálpa til að bílasala í Rússlandi hefur dregist verulega saman í ár og búist er við um 20% samdrætti frá því í fyrra, sem þó var ekki gott bílasöluár þar í landi. Á síðustu árum hefur samdráttur rússneskra bílaframleiðenda verið meiri en heildarsamdráttur í sölu í Rússlandi. Bílaframleiðendur utan Rússlands hafa unnið sífellt meiri markaðshlutdeild af heimaframleiðendum. Í ár stefnir í að þetta snúist við og að innlendir bílaframleiðendur þurfi að þola 10-15% samdrátt þó svo heildarsamdrátturinn verði um 20%. Í fyrra var AvtoVAZ með 17% markaðshlutdeild í Rússlandi og er framleiðandinn enn stærsta bílamerkið þarlendis. Í ár stefnir í að markaðshlutdeild AvtoVAZ hækki þó í um 20%. AvtoVAZ seldi 456.309 bíla í Rússlandi í fyrra, en næsta bílamerkið þar á eftir var Renault með 210.099 selda bíla. Jók Renault við sölu sína um 11% í fyrra. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Í siðustu viku eignaðist Renault-Nissan meirihlutann í rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla. Renault-Nissan á nú 67,1% ráðandi hlut í AvtoVAZ. Renault-Nissan keypti fyrst hlutabréf í AvtoVAZ árið 2008 og eignaðist þá fjórðung í fyrirtækinu fyrir 115 milljarða króna. AvtoVAZ hefur verið rekið með tapi síðustu ár og árið í fyrra var engin undantekning frá því. Ekki mun það hjálpa til að bílasala í Rússlandi hefur dregist verulega saman í ár og búist er við um 20% samdrætti frá því í fyrra, sem þó var ekki gott bílasöluár þar í landi. Á síðustu árum hefur samdráttur rússneskra bílaframleiðenda verið meiri en heildarsamdráttur í sölu í Rússlandi. Bílaframleiðendur utan Rússlands hafa unnið sífellt meiri markaðshlutdeild af heimaframleiðendum. Í ár stefnir í að þetta snúist við og að innlendir bílaframleiðendur þurfi að þola 10-15% samdrátt þó svo heildarsamdrátturinn verði um 20%. Í fyrra var AvtoVAZ með 17% markaðshlutdeild í Rússlandi og er framleiðandinn enn stærsta bílamerkið þarlendis. Í ár stefnir í að markaðshlutdeild AvtoVAZ hækki þó í um 20%. AvtoVAZ seldi 456.309 bíla í Rússlandi í fyrra, en næsta bílamerkið þar á eftir var Renault með 210.099 selda bíla. Jók Renault við sölu sína um 11% í fyrra.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent