Fyrsti þáttur af EA Fitness: Axlaræfing sem klikkar ekki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2014 11:54 Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum. Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið
Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum.
Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið