Tenórinn um franska landsliðið: „Þeir höguðu sér eins og kjánar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. júní 2014 13:12 Jóhann Friðgeir er sáttur með flutning sinn. „Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns. Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
„Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns.
Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15