Búðu til þinn eigin svitalyktareyði Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 30. júní 2014 15:30 Mynd/Getty Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar. Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið
Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar.
Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið