Strætóskýli úr 100.000 Lego kubbum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 12:45 Ungur vegfarandi hrífst af strætóskýlinu. Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent