Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Anna Tara Andrésdóttir skrifar 24. júní 2014 14:43 Nokkrir hressir strákar sem búa saman á Barðastöðum í Grafarvogi ákváðu að safna pening fyrir sérhönnuðu hjóli frá Danmörku til að rúnta um stræti borgarinnar í sumar og heilsa upp á fólkið. Þeir brugðu á það ráð að smíða og selja matjurtagarða, safnhauga, fuglahús og fleira fyrir fólk og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Strákarnir segjast vera með matjurtagarða út í garði hjá sér og að þeir séu gjörsamlega að kafna úr grænmeti þessa dagana. Söfnunin skilaði vel yfir 130.000 krónum. Húsasmiðjan studdi þá við efniskaup og Eimskip sér um að flytja hjólið til landsins. „Húsasmiðjan hefur verið algjör snilld og hjálpað okkur mikið. Coca-Cola og Íslandsbanki munu hjálpa okkur að draga hjólið í land og splæsa í mótor á hjólið fyrir allar brekkurnar okkar á Íslandi,“ segja strákarnir. „Þessi hjól eru gríðarlega vinsæl þarna úti, þetta eru algjörar lúxuskerrur. Þú finnur hvergi betri stað til þess að sitja á en í boxinu framan á hjólinu,“ segir Hafsteinn Helgi, starfsmaður á Barðastöðum. „Við hlökkum svo sannarlega til þetta er frábær viðbót við dagsvenjur okkar að hjóla brosandi í allt sumar. Nú bíðum við bara spenntir eftir að hjólið komi í Reykjavíkurhöfn.“ Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni hér. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Þingmenn stunda kynlíf á salernum Alþingishússins Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Yfirburðir X977 á Menningarnótt halda áfram Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon
Nokkrir hressir strákar sem búa saman á Barðastöðum í Grafarvogi ákváðu að safna pening fyrir sérhönnuðu hjóli frá Danmörku til að rúnta um stræti borgarinnar í sumar og heilsa upp á fólkið. Þeir brugðu á það ráð að smíða og selja matjurtagarða, safnhauga, fuglahús og fleira fyrir fólk og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Strákarnir segjast vera með matjurtagarða út í garði hjá sér og að þeir séu gjörsamlega að kafna úr grænmeti þessa dagana. Söfnunin skilaði vel yfir 130.000 krónum. Húsasmiðjan studdi þá við efniskaup og Eimskip sér um að flytja hjólið til landsins. „Húsasmiðjan hefur verið algjör snilld og hjálpað okkur mikið. Coca-Cola og Íslandsbanki munu hjálpa okkur að draga hjólið í land og splæsa í mótor á hjólið fyrir allar brekkurnar okkar á Íslandi,“ segja strákarnir. „Þessi hjól eru gríðarlega vinsæl þarna úti, þetta eru algjörar lúxuskerrur. Þú finnur hvergi betri stað til þess að sitja á en í boxinu framan á hjólinu,“ segir Hafsteinn Helgi, starfsmaður á Barðastöðum. „Við hlökkum svo sannarlega til þetta er frábær viðbót við dagsvenjur okkar að hjóla brosandi í allt sumar. Nú bíðum við bara spenntir eftir að hjólið komi í Reykjavíkurhöfn.“ Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni hér.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Þingmenn stunda kynlíf á salernum Alþingishússins Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Yfirburðir X977 á Menningarnótt halda áfram Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon