Lífið

Seiðandi sveitir á leið til landsins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Írski tónlistarmaðurinn Hozier kemur fram á hátíðinni í ár.
Írski tónlistarmaðurinn Hozier kemur fram á hátíðinni í ár. Vísir/Getty
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.

„Við reynum alltaf að vera með ferskustu nöfnin, þannig að fólk er oft einu til tveimur árum síðar bara já þessi hljómsveit spilaði á Airwaves,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri Iceland Airwaves-hátíðarinner. „Við reynum að kynna nýja tónlist á hverju ári.“

Hún og aðstandendur hátíðarinnar eru og hafa verið dugleg við að kynna fólki fyrir nýrri og ferskri tónlist í gegnum tíðina.

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

Sóley

Hozier (IE)

Kelela (US)

Radical Face (US)

Valdimar

Prins Póló

Roosevelt (DE)

Thus Owls (CA)

Sísý Ey

Hymnalaya

Alice Boman (SE)

Girl Band (IE)

Adult Jazz (UK)

Black Bananas (US)

For a Minor Reflection

My Bubba

The Mansisters (IS/DK)

Shura (UK)

Orchestra of Spheres (NZ)

Moses Sumney (US)

Leaves

Dimma

Svartidauði

Steinar

Uni Stefson

Kælan Mikla

Shades of Reykjavík

LaFontaine

Nanook (GL)

Una Stef

Einar Indra

Bird 

Jed & Hera

East of My Youth

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, FM Belfast, Jungle, Árstíðir, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Son Lux, Lay Low, Jaakko Eino Kalevi, Agent Fresco, Ballet School, Kwabs, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Fjöldi hljómsveita sækist ár hvert eftir að spila á Iceland Airwaves. Nú styttist í að umsóknarfrestur renni út en hann er 25. júlí fyrir íslenskar hljómsveitir. Hægt er að sækja um á heimasíðu háíðarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×