Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Frosti Logason skrifar 26. júní 2014 22:39 Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri, hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir harða gagnrýni á borgarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur barist af krafti gegn því að Laugavegurinn sé gerður að göngugötu á sumrin og verið ötull talsmaður einkabílsins þegar hann hefur átt undir högg að sækja. Þegar mbl.is greindi frá því að einn íbúi í Laugardalnum hefði kvartað undan hávaða frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni um síðustu helgi voru einhverjir sem töldu að þar hefði umræddur Björn Jón verið á ferð. Í fréttinni var greint frá því að Heilbrigðiseftirlitið hefði mætt á heimili íbúans laust eftir kl. 23 á föstudagskvöld og mælt hávaðann í íbúðinni. Í svefnherbergi íbúðarinnar, með lokuðum glugga, hafi hávaðinn mælst 39 desibel. Tekið er fram að til samanburðar megi nefna að hvísl er yfirleitt um 20 desibel, umhverfishljóð á bókasafni og fuglasöngur er um 40 desibel og samtal tveggja manna er um 60 desibel. Þrátt fyrir þetta sagði íbúinn:„Við sem búum við og í nágrenni dalsins urðum fyrir mjög miklu ónæði vegna tónleikanna. Hávaðinn var ólýsanlegur, gluggar titruðu og húsið hreinlega skalf. Það var ekki hægt að horfa á sjónvarp og við þurfum að loka okkur inni á klósetti til að geta talað í síma.“ Harmageddon sló á þráðinn til Björns Jóns í morgun og komst að því að hann hefði ekki verið umræddur íbúi. Björn viðurkenndi að eitthvað hefði heyrst frá hátíðinni heim til hans en það hefði ekki verið neitt til að kvarta yfir. „Þetta var ekki það mikill háváði, það bara glumdi svolítið.“ sagði Björn Jón og bætti því við að hann teldi skipulag hátíðarinnar hafa verið til fyrirmyndar. Hægt er að heyra spjallið hér. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon ATP hátíðin með stærra sniði á Íslandi í sumar Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Engin Agent Fresco plata á þessu ári Harmageddon
Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri, hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir harða gagnrýni á borgarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur barist af krafti gegn því að Laugavegurinn sé gerður að göngugötu á sumrin og verið ötull talsmaður einkabílsins þegar hann hefur átt undir högg að sækja. Þegar mbl.is greindi frá því að einn íbúi í Laugardalnum hefði kvartað undan hávaða frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni um síðustu helgi voru einhverjir sem töldu að þar hefði umræddur Björn Jón verið á ferð. Í fréttinni var greint frá því að Heilbrigðiseftirlitið hefði mætt á heimili íbúans laust eftir kl. 23 á föstudagskvöld og mælt hávaðann í íbúðinni. Í svefnherbergi íbúðarinnar, með lokuðum glugga, hafi hávaðinn mælst 39 desibel. Tekið er fram að til samanburðar megi nefna að hvísl er yfirleitt um 20 desibel, umhverfishljóð á bókasafni og fuglasöngur er um 40 desibel og samtal tveggja manna er um 60 desibel. Þrátt fyrir þetta sagði íbúinn:„Við sem búum við og í nágrenni dalsins urðum fyrir mjög miklu ónæði vegna tónleikanna. Hávaðinn var ólýsanlegur, gluggar titruðu og húsið hreinlega skalf. Það var ekki hægt að horfa á sjónvarp og við þurfum að loka okkur inni á klósetti til að geta talað í síma.“ Harmageddon sló á þráðinn til Björns Jóns í morgun og komst að því að hann hefði ekki verið umræddur íbúi. Björn viðurkenndi að eitthvað hefði heyrst frá hátíðinni heim til hans en það hefði ekki verið neitt til að kvarta yfir. „Þetta var ekki það mikill háváði, það bara glumdi svolítið.“ sagði Björn Jón og bætti því við að hann teldi skipulag hátíðarinnar hafa verið til fyrirmyndar. Hægt er að heyra spjallið hér.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon ATP hátíðin með stærra sniði á Íslandi í sumar Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Engin Agent Fresco plata á þessu ári Harmageddon