Íslenski boltinn

Selfoss í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar eru komnar í undanúrslitin.
Guðmunda Brynja Óladóttir og stöllur hennar eru komnar í undanúrslitin. Vísir/Stefán
Selfoss varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins eftir 5-3 sigur á ÍBV eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni á JÁVERKS-vellinum á Selfossi í dag.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir kom Selfossi yfir með skallamarki á 10. mínútu eftir fyrirgjöf frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur, en Þórhildur Ólafsdóttir jafnaði metin á 70. mínútu eftir sendingu frá Shaneku Gordon og því varð að framlengja leikinn.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar reyndust heimakonur sterkari. Thelma Björk Einarsdóttir, Celeste Boureille, markvörðurinn Alexa Gaul og Dagný skoruðu úr sínum spyrnum fyrir Selfoss á meðan Gaul varði tvær spyrnur Eyjakvenna, frá Nadiu Lawrence og Kristínu Ernu Sigurlásdóttur.

Selfoss vann vítaspyrnukeppnina 4-2 og liðið er því komið í undanúrslitin ásamt Breiðabliki, Fylki og Stjörnunni.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Íris Dögg varði tvö víti og kom Fylki í undanúrslitin

Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×