Formúla 1

Eigandi Caterham íhugar að hætta í Formúlu 1

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tony Fernandes er litríkur kaupmaður.
Tony Fernandes er litríkur kaupmaður. Vísir/Getty
Tony Fernandes, eigandi og stjórnandi Caterham liðsins í Formúlu 1 hefur gefið vísbendingar um að liðið muni hætta í Formúlu 1.

Malasíski kaupmaðurinn sem kom inn í Formúlu 1 2010 á einnig flugfélagið Air Asia og fótboltaliðið Queens Park Rangers.

Fernandes sagði á Twitter síðu sinni á föstudag „F1 hefur ekki virkað, en ég elska Caterham bílana.“

Fernandes sagði strax í upphafi tímabils að liðið yrði að bæta sig, annars færi hann að huga að sölu. Caterham lauk keppni fyrstu þrjú tímabilin í 10 sæti en hafnaði í 11 sæti í fyrra, eftir spennandi lokabaráttu við Marussia liðið.

Staðan í ár er sú að Caterham er í 11. og síðasta sæti í keppni bílasmiða. Ólíklegt er að breyting verði þar á enda náði Marussia liðið í tvö stig í Mónakó.

Munurinn á verðlaunafé fyrir 10. og 11. sæti eru þó nokkrar milljónir punda.


Tengdar fréttir

Kovalainen klúðraði tækifærinu

Frammistaða Heikki Kovalainen í síðustu tveimur keppnum ársins 2013 kostuðu hann ökumannssæti hjá Caterham í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×