Sleipiefni, a til ö Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 11. júní 2014 11:30 Það þarf að vanda valið þegar kemur að sleipiefnum Mynd/Getty Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi, hvort sem það er í sjálfsfróun eða í kynlífi með öðrum einstaklingi. Sleipiefni er því ekki bundið við einhvers konar ákveðna kynhegðun heldur getur það gert kynlíf ánægjulegra fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð eða aldri. Það er misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikið af sleipiefni maður vill nota en það ætti að vera óhætt að nota sleipiefni, og eins mikið af því og þú vilt, í hvert sinn sem þú stundar kynlíf. Þó ber að hafa í huga að sleipiefni kemur ekki í staðinn fyrir kynferðislega örvun. Það eru til margar gerðir af sleipiefnum og því þarf að vanda valið og prófa sig áfram þar til maður finnur það sem hentar best. Flest allir sleipiefnaframleiðendur framleiða allskyns tegundir sleipiefna sem falla í neðangreinda flokka.Vatnsleysanlegt sleipiefni (water based) má nota með smokkum og kynlífstækjum. Það þornar svo þú gætir þurft að nota meira af því en af annars konar sleipiefnum.Sílikon sleipiefni (silicon based) endast lengur og er hægt að nota í vatni. Þó geta skemmt kynlífstæki úr sílikoni og því ber að vara að nota það ekki með slíku.Olíu sleipiefni (oil based) endast lengur en vatnsleysanlegt en má ekki nota með latex smokkum.Það er vissara að prófa sleipiefni fyrst í munninumÁður en þú prófar nýja tegund af sleipiefni er vissara að prófa fyrst nokkra dropa á innanverða kinninni eða fyrir aftan vörina. Einstaklingar eru misviðkvæmir fyrir efnum sem geta verið í sleipiefnum og því er þetta gott ráð að prófa fyrst í munn, áður en fer á kynfærin. Það er gott að hafa í huga að sleipiefni geta verið með sykrum í (glycerin), rotvarnarefnum, ilmefnum, örvandi efnum og bragðefnum. Ef þú vilt forðast þessi efni þá ættu lífræn sleipiefni að vera örugg hvað það varðar en það er þó alltaf vissara að lesa sér til um innihaldið á umbúðnum. Þá virðast sum sleipiefni innihalda efni sem geta dregið úr getu sáðfruma og því er mikilvægt að passa að sleipiefnið hjálpi frekar en að hamla. Leggangaþurrkur getur orðið vandamál og því getur verið gott að fá rakagefandi stíla fyrir slíkt. Það er tæknilega ekki sleipiefni.Þá er gott að hafa í huga að ef þú ætlar að setja einhver efni á kynfærin að nota sleipiefni en ekki eitthvað matarkyns eins og hunang, súkkulaðisósu, smjör, rjóma eða jafnvel húðkrem eða sápu. Slíkt getur einungis ert kynfærin og jafnvel hamlað kynlífi sökum óþæginda. Olíur og vaselín eru heldur ekki góð sleipiefni og geta skemmt smokkinn og alið á bakteríum á kynfærum. Ef það eru einhvers konar örvandi eða deyfandi áhrif í sleipiefninu þá ber að nálgast slíkt með varúð. Deyfing getur hamlað líkamlegri upplifun og gert þér erfitt að skynja unað, en einnig sársauka. Sleipiefni sem innihalda slíkt eru því ekki að betrumbæta kynlífið heldur draga úr því. Sömu sögu má segja með örvandi efnum eins og cayenne pipar, þau geta sviðið. Sleipiefni eru sérhönnuð fyrir kynfæri og því það hentugasta til að nota ef smyrja á einhverju á þau. Mundu bara að prófa fyrst í munni áður en þú smyrð á kynfærin.Ef þér þykir beikon vera gott þá er þetta sleipiefni fyrir þigSkjáskotEf þig langar að prófa þig áfram í sleipiefnum þá er til sleipiefni með beikonbragði og sleipiefni sem er gert úr kannabisi. Þó ber að taka fram að gæði þessara sleipiefna eru umdeilanleg. Heilsa Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi, hvort sem það er í sjálfsfróun eða í kynlífi með öðrum einstaklingi. Sleipiefni er því ekki bundið við einhvers konar ákveðna kynhegðun heldur getur það gert kynlíf ánægjulegra fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð eða aldri. Það er misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikið af sleipiefni maður vill nota en það ætti að vera óhætt að nota sleipiefni, og eins mikið af því og þú vilt, í hvert sinn sem þú stundar kynlíf. Þó ber að hafa í huga að sleipiefni kemur ekki í staðinn fyrir kynferðislega örvun. Það eru til margar gerðir af sleipiefnum og því þarf að vanda valið og prófa sig áfram þar til maður finnur það sem hentar best. Flest allir sleipiefnaframleiðendur framleiða allskyns tegundir sleipiefna sem falla í neðangreinda flokka.Vatnsleysanlegt sleipiefni (water based) má nota með smokkum og kynlífstækjum. Það þornar svo þú gætir þurft að nota meira af því en af annars konar sleipiefnum.Sílikon sleipiefni (silicon based) endast lengur og er hægt að nota í vatni. Þó geta skemmt kynlífstæki úr sílikoni og því ber að vara að nota það ekki með slíku.Olíu sleipiefni (oil based) endast lengur en vatnsleysanlegt en má ekki nota með latex smokkum.Það er vissara að prófa sleipiefni fyrst í munninumÁður en þú prófar nýja tegund af sleipiefni er vissara að prófa fyrst nokkra dropa á innanverða kinninni eða fyrir aftan vörina. Einstaklingar eru misviðkvæmir fyrir efnum sem geta verið í sleipiefnum og því er þetta gott ráð að prófa fyrst í munn, áður en fer á kynfærin. Það er gott að hafa í huga að sleipiefni geta verið með sykrum í (glycerin), rotvarnarefnum, ilmefnum, örvandi efnum og bragðefnum. Ef þú vilt forðast þessi efni þá ættu lífræn sleipiefni að vera örugg hvað það varðar en það er þó alltaf vissara að lesa sér til um innihaldið á umbúðnum. Þá virðast sum sleipiefni innihalda efni sem geta dregið úr getu sáðfruma og því er mikilvægt að passa að sleipiefnið hjálpi frekar en að hamla. Leggangaþurrkur getur orðið vandamál og því getur verið gott að fá rakagefandi stíla fyrir slíkt. Það er tæknilega ekki sleipiefni.Þá er gott að hafa í huga að ef þú ætlar að setja einhver efni á kynfærin að nota sleipiefni en ekki eitthvað matarkyns eins og hunang, súkkulaðisósu, smjör, rjóma eða jafnvel húðkrem eða sápu. Slíkt getur einungis ert kynfærin og jafnvel hamlað kynlífi sökum óþæginda. Olíur og vaselín eru heldur ekki góð sleipiefni og geta skemmt smokkinn og alið á bakteríum á kynfærum. Ef það eru einhvers konar örvandi eða deyfandi áhrif í sleipiefninu þá ber að nálgast slíkt með varúð. Deyfing getur hamlað líkamlegri upplifun og gert þér erfitt að skynja unað, en einnig sársauka. Sleipiefni sem innihalda slíkt eru því ekki að betrumbæta kynlífið heldur draga úr því. Sömu sögu má segja með örvandi efnum eins og cayenne pipar, þau geta sviðið. Sleipiefni eru sérhönnuð fyrir kynfæri og því það hentugasta til að nota ef smyrja á einhverju á þau. Mundu bara að prófa fyrst í munni áður en þú smyrð á kynfærin.Ef þér þykir beikon vera gott þá er þetta sleipiefni fyrir þigSkjáskotEf þig langar að prófa þig áfram í sleipiefnum þá er til sleipiefni með beikonbragði og sleipiefni sem er gert úr kannabisi. Þó ber að taka fram að gæði þessara sleipiefna eru umdeilanleg.
Heilsa Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira