Ertu "glútenóþolandi"? Rikka skrifar 12. júní 2014 13:00 Glúteinóþól getur verið sársaukafullt Mynd/getty Undanfarin ár hefur glútenóþol verið töluvert í umræðunni og umtalsverður misskilningur komið upp í kringum sjúkdóminn í kjölfarið. Sjúkdómurinn er ekki eins algengur og oft er talið og þó að einstaklingur geti verið viðkvæmur fyrir ýmisskonar matvælum er ekki þar með sagt að viðkomandi sé með glútenóþol. Gruni einstakling að hann sé með glútenóþol er ráð að leita til læknis og fá úr því skorið með blóðprufu eða slímhúðarsýni frá smáþörmum.Hver eru einkennin? Sjúkdómurinn getur birst fólki á öllum aldri og einkenni hans eru oft ólík eftir því á hvaða aldri fólk fær sjúkdóminn. Einkennin geta verið loftgangur, þunnar hægðir og vannæring . Önnur einkenni geta verið hægðatregða, blóðleysi, liðverkir og þyngdartap. Þar af leiðandi getur fólk fundið fyrir almennum slappleika. Þessi einkenni geta einnig átt við svo marga aðra kvilla og sjúkdóma og því er best, sem fyrr segir, að leita til læknis ef þessi einkenni koma fram.Er einhver lausn? Lausnin er fyrst og fremst að forðast matvæli sem innihalda prótínið glúten en það getur oft verið þrautinni þyngra þar sem að margar mýtur eru á lofti varðandi blessaða glútenið. Ein sú lífseigasta er sú að þeir sem að þjást af glútenóþoli megi borða spelt sem og bygg, þetta er alls ekki rétt enda er glúten að finna í þessum korntegundum sem og mörgum öðrum korntegundum. Það er ekki þar með sagt að “glútenóþolandi” geti ekki neytt þessara korntegunda enda er sjúkdómurinn misskæður manna á milli. Það verður því hver að sníða stakk eftir vexti í þessum efnum en fyrst og fremst að hafa skynsemina að vopni þegar kemur að því að trúa staðhæfingum sem gripnar eru úr lausu lofti. Frekari upplýsingar um glútenóþol er að finna á vef doktor.is og vef matvælastofnunnar. Heilsa Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið
Undanfarin ár hefur glútenóþol verið töluvert í umræðunni og umtalsverður misskilningur komið upp í kringum sjúkdóminn í kjölfarið. Sjúkdómurinn er ekki eins algengur og oft er talið og þó að einstaklingur geti verið viðkvæmur fyrir ýmisskonar matvælum er ekki þar með sagt að viðkomandi sé með glútenóþol. Gruni einstakling að hann sé með glútenóþol er ráð að leita til læknis og fá úr því skorið með blóðprufu eða slímhúðarsýni frá smáþörmum.Hver eru einkennin? Sjúkdómurinn getur birst fólki á öllum aldri og einkenni hans eru oft ólík eftir því á hvaða aldri fólk fær sjúkdóminn. Einkennin geta verið loftgangur, þunnar hægðir og vannæring . Önnur einkenni geta verið hægðatregða, blóðleysi, liðverkir og þyngdartap. Þar af leiðandi getur fólk fundið fyrir almennum slappleika. Þessi einkenni geta einnig átt við svo marga aðra kvilla og sjúkdóma og því er best, sem fyrr segir, að leita til læknis ef þessi einkenni koma fram.Er einhver lausn? Lausnin er fyrst og fremst að forðast matvæli sem innihalda prótínið glúten en það getur oft verið þrautinni þyngra þar sem að margar mýtur eru á lofti varðandi blessaða glútenið. Ein sú lífseigasta er sú að þeir sem að þjást af glútenóþoli megi borða spelt sem og bygg, þetta er alls ekki rétt enda er glúten að finna í þessum korntegundum sem og mörgum öðrum korntegundum. Það er ekki þar með sagt að “glútenóþolandi” geti ekki neytt þessara korntegunda enda er sjúkdómurinn misskæður manna á milli. Það verður því hver að sníða stakk eftir vexti í þessum efnum en fyrst og fremst að hafa skynsemina að vopni þegar kemur að því að trúa staðhæfingum sem gripnar eru úr lausu lofti. Frekari upplýsingar um glútenóþol er að finna á vef doktor.is og vef matvælastofnunnar.
Heilsa Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið