Eru Hybrid bílar á undanhaldi? Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 13:53 Toyota Prius hefur til margra ára verið söluhæsti Hybrid bíll heimsins. Þó svo að sívaxandi fjöldi Hybrid bíla sé nú í boði í heiminum sýna tölur að hlutfallsleg sala þeirra er ekki að vaxa, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tölur þaðan benda einmitt til þess að hlutfallsleg sala þeirra gagnvart öðrum bílum fari lækkandi. Þar í landi nam sala þeirra 3,3% allra seldra nýrra bíla í fyrra, en á fyrstu 5 mánuðum ársins hefur hún lækkað í 3,0%. Frá árinu 2009 til ársins í ár hefur bílgerðum Hybrid bíla, sem á íslensku eru nefndir tvinnbílar, fjölgað frá 24 gerðum í 47. Á þessum tíma hefur þó hlutfallslega sala þeirra vaxið um aðeins 0,9%, eða frá 2,4% í 3,3% í fyrra. Ef horft er til sölunnar í ár er aukningin enn minni, eða aðeins 0,6% þó svo bílgerðunum hafi fjölgað um 96% á þessum 5 árum. Þessar tölur ættu ekki að hvetja bílaframleiðendur til að fjölga bílgerðunum enn frekar og gæti einmitt orðið til þess að þeir muni fækka þeim á næstunni. Það sem sérfræðingar telja að valdi því að sala þeirra hafi ekki aukist meira er sú staðreynd að hefðbundnar bensín- og dísilvélar eru farnar að eyða svo litlu að lítill ávinningur fæst ef keyptur er Hybrid bíll. Hybrid bílar kosta meira en hefðbundnir bílar og því svarar það ekki kostnaði að kaupa þá, það vinnst aldrei aftur til baka á lífsleið bílanna. Öðru máli gegnir um bíla sem hlaða má rafmagni heima hjá sér og fer slíkum bílum mjög fjölgandi, enda ávinningurinn mjög teljanlegur í þeirra tilviki. Því gætu þeir tekið við Hybrid bílum sem eingöngu endurheimta orku við hemlun. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Þó svo að sívaxandi fjöldi Hybrid bíla sé nú í boði í heiminum sýna tölur að hlutfallsleg sala þeirra er ekki að vaxa, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Tölur þaðan benda einmitt til þess að hlutfallsleg sala þeirra gagnvart öðrum bílum fari lækkandi. Þar í landi nam sala þeirra 3,3% allra seldra nýrra bíla í fyrra, en á fyrstu 5 mánuðum ársins hefur hún lækkað í 3,0%. Frá árinu 2009 til ársins í ár hefur bílgerðum Hybrid bíla, sem á íslensku eru nefndir tvinnbílar, fjölgað frá 24 gerðum í 47. Á þessum tíma hefur þó hlutfallslega sala þeirra vaxið um aðeins 0,9%, eða frá 2,4% í 3,3% í fyrra. Ef horft er til sölunnar í ár er aukningin enn minni, eða aðeins 0,6% þó svo bílgerðunum hafi fjölgað um 96% á þessum 5 árum. Þessar tölur ættu ekki að hvetja bílaframleiðendur til að fjölga bílgerðunum enn frekar og gæti einmitt orðið til þess að þeir muni fækka þeim á næstunni. Það sem sérfræðingar telja að valdi því að sala þeirra hafi ekki aukist meira er sú staðreynd að hefðbundnar bensín- og dísilvélar eru farnar að eyða svo litlu að lítill ávinningur fæst ef keyptur er Hybrid bíll. Hybrid bílar kosta meira en hefðbundnir bílar og því svarar það ekki kostnaði að kaupa þá, það vinnst aldrei aftur til baka á lífsleið bílanna. Öðru máli gegnir um bíla sem hlaða má rafmagni heima hjá sér og fer slíkum bílum mjög fjölgandi, enda ávinningurinn mjög teljanlegur í þeirra tilviki. Því gætu þeir tekið við Hybrid bílum sem eingöngu endurheimta orku við hemlun.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent