Martin Kaymer áfram með yfirburði á US Open 14. júní 2014 01:09 Martin Kaymer nýtur þess að vera efstur á skortöflunni. AP/Getty Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00. Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.
Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira