Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Guðni Gunnarsson skrifar 15. júní 2014 11:50 Lifðu lífinu! Mynd/getty Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. Samt er hann fúll yfir því hvert er farið, hvernig er farið og hvenær. Hann skilur ekki að þegar hann ákveður ekki hvert för er heitið er hann að ákveða að lúta því sem einhver annar ákveður. Þetta er ákvörðun um að láta ákveða fyrir sig – að einhver annar sé manns gæfu eða ógæfu smiður. Og það er ekkert að því að stjórna ekki alltaf hvert förinni er heitið – svo lengi sem maður fer ekki í fýlu yfir því hvert er farið ... Óákveðni er uppspretta orkuleka og hún veldur meltingartruflunum og hægðatregðu. Við höfum innbyrt of mikið og ekki verið nógu dugleg að melta og skila óæskilegum úrgangi úr lífsreynslunni. Sjálfsvorkunn er ein mesta afsölun á orku og persónulegu valdi sem þekkist. Sjálfsvorkunn er ákvörðun um að senda óviðkomandi aðilum orku, án þess að þeir hafi hugmynd um það; að hafa hóp af fólki í vinnu við að halda uppi eigin líðan. Það er mjög ríkjandi skoðun að „lífið eigi að hafa sinn vanagang“. Við höfum ákveðið, í sameiningu, að það sé rómantísk hugmynd að láta sig svífa um í lífinu, eins og lauf í vindi: „Verði það sem verða vill – verði þinn vilji, ekki minn.“ Þess vegna finnst mörgum – þó ekki öllum – mjög órómantísk hugmynd að skipuleggja lífið. Samt er það að lifa lífinu það stærsta og mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum til í að gera áætlanir fyrir ferðalagið, námsferilinn, fjármálin og alls kyns smærri einingar lífsins – en við erum ekki fús til að setjast niður og skrá hjá okkur hvert við viljum stefna og á hvaða forsendum – í hvaða tilgangi. Þetta er tvískinnungur. Þetta er flótti undan ábyrgð og velsæld. Þetta er val okkar um að velja ekki eigin örlög. Og skortdýrið stjórnar þessu vali um að velja ekki. Þegar það er enginn áætlun – þá er það áætlunin! kærleikur, Guðni Heilsa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið
Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. Samt er hann fúll yfir því hvert er farið, hvernig er farið og hvenær. Hann skilur ekki að þegar hann ákveður ekki hvert för er heitið er hann að ákveða að lúta því sem einhver annar ákveður. Þetta er ákvörðun um að láta ákveða fyrir sig – að einhver annar sé manns gæfu eða ógæfu smiður. Og það er ekkert að því að stjórna ekki alltaf hvert förinni er heitið – svo lengi sem maður fer ekki í fýlu yfir því hvert er farið ... Óákveðni er uppspretta orkuleka og hún veldur meltingartruflunum og hægðatregðu. Við höfum innbyrt of mikið og ekki verið nógu dugleg að melta og skila óæskilegum úrgangi úr lífsreynslunni. Sjálfsvorkunn er ein mesta afsölun á orku og persónulegu valdi sem þekkist. Sjálfsvorkunn er ákvörðun um að senda óviðkomandi aðilum orku, án þess að þeir hafi hugmynd um það; að hafa hóp af fólki í vinnu við að halda uppi eigin líðan. Það er mjög ríkjandi skoðun að „lífið eigi að hafa sinn vanagang“. Við höfum ákveðið, í sameiningu, að það sé rómantísk hugmynd að láta sig svífa um í lífinu, eins og lauf í vindi: „Verði það sem verða vill – verði þinn vilji, ekki minn.“ Þess vegna finnst mörgum – þó ekki öllum – mjög órómantísk hugmynd að skipuleggja lífið. Samt er það að lifa lífinu það stærsta og mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum til í að gera áætlanir fyrir ferðalagið, námsferilinn, fjármálin og alls kyns smærri einingar lífsins – en við erum ekki fús til að setjast niður og skrá hjá okkur hvert við viljum stefna og á hvaða forsendum – í hvaða tilgangi. Þetta er tvískinnungur. Þetta er flótti undan ábyrgð og velsæld. Þetta er val okkar um að velja ekki eigin örlög. Og skortdýrið stjórnar þessu vali um að velja ekki. Þegar það er enginn áætlun – þá er það áætlunin! kærleikur, Guðni
Heilsa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið